Ýmislegar hugleiðingar.

1Mikil armæða hvílir á hvörjum manni, og þungt ok liggur á Adamssonum, frá þeim degi er þeir fæddust af móðurlífi, allt til þess dags, þá þeir hverfa aftur til móður allra.a)2Þeirra hugsanir og hjartans ótta—eftirbiðarinnar áhyggja og dauðadagurinn.3Allt frá þeim sem á hásæti situr í dýrð, til hins er niðurbeygður er í duft og ösku;4frá þeim sem ber purpura og kórónu, allt til þess sem skýlir sér með striga,5er (hjá öllum) reiði og öfund, órói og hræðsla og ótti fyrir dauðanum, grimmd og þrætur; og á hvíldartímanum í rúminu truflar draumur hans (mannsins) þekkingu.6Lítið, jafnvel ekkert (er) í ró, og frá því í draumi, eins og á degi þá vörð skal halda, óspekist hann af sjón síns hjarta, eins og sá sem flúið hefir úr stríði.7Á sínum endurlausnardegi vaknar hann og verður hissa á sinni einkisverðu hræðslu.8Hjá öllu holdi, frá manninum til fénaðarins (er þetta svo) en hjá syndaranum sjöfalt.9Því dauði og blóðsúthelling og þráttan og sverð, óhöpp, hungur og tjón og plága,10allt þetta er gjört fyrir þá guðlausu, og sakir þeirra kom vatnsflóðið.11Allt sem af jörðu er, hverfur aftur til jarðar, og hvað af vatni er, rennur aftur í sjóinn.
12Allar gáfur og rangfengið fé hverfur, en dánumennska varir eilíflega.13Auðæfi guðlausra þarna upp sem lækur, og eins og mikil þruma kveður við í regninu.14Þá hann upplýkur sínum höndum, mun hann gleðjast; svo munu yfirtroðslumenn hverfa til tjóns.15Afkomendur enna guðlausu útbreiða ei margar greinir, og óhreinar rætur standa á klettasnös.16Þeir eru mýrgresi við öll vötn og árbakka, sem slegið verður á undan öllu (öðru) grasi.17Góðgjörðasemi er sem blessaður grasgarður og miskunnsemin varir eilíflega.
18Líf hins nægjusama (og) erfiðismannsins er indælt, en fremri hvörutveggjum er sá sem fésjóð finnur.19Börn og borgarbygging aflar varanlegs nafns; en óaðfinnanlega konu er meir að meta.20Vín og sönglist gleður hjartað; en elska til vísdóms er betri en hvörttveggja.21Hljóðpípur og hörpur hljóma elskulega; en vinsamlegt tal er betra en hvörttveggja.22Fegurð og fríðleiki veitir unaðsemd þínu auga, en hið græna sáð en meiri en hvörttveggja.23Vinir og félagar aðstoða hvör annan, þá tími er til, en maður og kona ennframar en hvörutveggja.24Bræður og hjálp á neyðarinnar tíð; en betur en hvörttveggja, bjargar miskunnsemin.25Gull og silfur halda manni á föstum fæti; en gott ráð er meir metið en hvörttveggja.26Auður og styrkleiki hefja hugann; en ótti Drottins meir en hvörttveggja.27Ekki er minnkun að ótta Drottins, sá sem hefir hann, þarf ekki liðs að leita.28Ótti Drottins er sem blessaður lystigarður, og æðstu prýði er hann þakin.29Barn, lif þú ekki stafkarlslífi; betra er að deyja en sníkja.30Þess manns líf er ekkert líf, sem litast um eftir annarra matborði; hann óvirðir sig fyrir annarra mat.31En sá hyggni og velsiðaði maður varar sig á því.32Í munni þess óskammfeilna er sníkjubrauðið sætt; en í hans búk brennur það sem eldur.

V. 2. a. Vantar líklega í: Ekki um að tala; aðr: hvað áhrærir þeirra o.s.fr.