Menn skulu lofa Guð og hlýða honum.

1Hananú! látum oss fagna fyrir Drottni, gleðjum oss frammi fyrir bjargi vors frelsis!2Látum oss með þakkargjörð koma fyrir hans auglit, með söng fagna frammi fyrir honum!3Því Drottinn er mikill Guð og voldugur konungur yfir öllum guðum.4Í hans hendi eru jarðarinnar fylgsni, og fjallanna auður er hans.5Hans er hafið, því hann gjörði það og hans hendur tilbjuggu þurrlendið.6Komið! látum oss framfalla og tilbiðja, látum oss beygja kné fyrir Drottni vorum skapara!7því hann er vor Guð og vér erum fólk hans haglendis og hjörð sem hans handar.8Ó! að þér í dag vilduð heyra hans raust! forherðið ekki yðar hjörtu sem í Meriba, eins og á freistingarinnar degi í eyðimörkinni,9hvar yðar feður freistuðu mín, reyndu mig, þó þeir sæju mín verk.10Fjörutíu ár stríddi eg við þessa kynslóð, og eg sagði: þeir eru það fólk sem fer villt með sínu hjarta, og þeir þekkja ekki mína vegu.11Því sór eg í minni reiði: þeir skulu aldrei innganga til minnar hvíldar.