Esekíel fyrirmyndar með upplífgun dauðra beina, að Gyðingar skyldu komast aftur heim í sitt föðurland, 1–14; með tveimur keflum, að Júdaríki og Ísraelsríki skyldu á síðan sameinast, 15–28.

1Hönd Drottins kom yfir mig, og hann flutti mig burt í anda Drottins, og setti mig í dal nokkurn, sem fullur var af beinum.2Hann leiddi mig umhverfis þau á alla vegu, og sjá! þau voru mjög mörg þar í dalnum, og mjög skinin.3Hann sagði til mín: þú mannsins son! munu þessi bein nokkuð geta lifnað við? Eg svaraði: alvaldi Drottinn, þú veist það.4Hann sagði til mín: spá þú yfir þessum beinum, og seg til þeirra: heyrið orð Drottins, þér skinin bein!5svo segir Drottinn alvaldur til þessara beina: eg vil láta lífsanda koma í yður, og þér skuluð lifna við;6eg vil láta sinar á yður, og láta svo hold gróa utan um yður, og draga þar hörund yfir, láta svo lífsanda í yður, svo þér skuluð lifna, og viðurkenna, að eg em Drottinn.7Síðan spáði eg, eins og mér var boðið; og í því eg spáði, kom raust; og sjá! þá varð skruðningur, er beinin færðust saman og hvört beinið þokaðist að öðru.8Eg leit til, og sá, að sinar komu á beinin, og þar hold á, og hörund þar utan yfir, en enginn lífsandi var í þeim.9Þá sagði hann til mín: spáðu fyrir lífsandanum, spá þú, mannsins son, og seg til lífsandans: Svo segir Drottinn alvaldur: kom, lífsandi, úr þeim fjórum höfuðáttum, og les þig inn í þessa dauðu, svo þeir lifni við.10Eg spáði nú, eins og mér var boðið; þá kom lífsandinn í þá, þeir lifnuðu við, og risu á fætur; var það stórmikill fjöldi.11Hann sagði þá til mín: þú mannsins son, þessi bein merkja gjörvalla Ísraelsniðja. Sjá! þeir segja: vor bein eru skinin, vor von þrotin, það er útgjört um oss;12þar fyrir spá þú og seg til þeirra: Svo segir Drottinn alvaldur: sjá! eg vil opna yðar grafir, reisa yður, mitt fólk, upp af yðar gröfum, og leiða yður inn í Ísraelsland.13Þér skuluð þá viðurkenna, að eg em Drottinn, þegar eg opna yðar grafir, og reisi yður, mitt fólk, upp af yðar gröfum.14Eg vil láta minn anda í yður, svo að þér skuluð lifna, og eg skal koma yður aftur inn í yðar land; þá skuluð þér viðurkenna, að eg Drottinn tala og framkvæmi, segir Drottinn.
15Ennfremur talaði Drottinn til mín, og sagði:16þú mannsins son, tak þér kefli, og rist þar á: „handa Júdaríki og samlagsmönnum þess úr Ísraelsríki“; tak síðan annað kefli, og rist þar á: „þetta kefli er handa Jósep, það er að skilja, handa Efraim a) og öllum þeim Ísraels mönnum, sem eru samlagsbræður hans“;17legg síðan keflin saman, hvört við annað, svo þau bæði verði að einu kefli í hendi þinni;18og þegar landsmenn þínir tala til þín, og segja: lát oss vita, hvað þetta á að þýða!19þá seg þeim: Svo segir Drottinn alvaldur: sjá! eg tek Jóseps kefli, sem verið hefir í hendi Efraims, og þar með þær ættkvíslir Ísraels, sem eru samlagsbræður hans, og legg þær ásamt honum við kefli Júdaríkis, og gjöri þau að einu kefli; þau skulu vera eitt í minni hendi.20Þú skalt halda á þeim keflum, sem þú hefir rist letrið á, í hendi þinni, svo þeir sjái það,21og seg til þeirra: Svo segir Drottinn alvaldur: eg vil frelsa Ísraelsniðja frá þeim heiðingjum, sem þeir fóru til, samansafna þeim úr öllum áttum umhverfis, og leiða þá aftur inn í þeirra eigið land.22Eg vil gjöra þá að einni þjóð í landinu á Ísraelsfjöllum; einn konungur skal vera yfir þeim öllum, þeir skulu ekki framar vera tvær þjóðir og ekki framar skiptast í tvö konungsríki.23Þá skulu þeir ekki framar saurga sig með sínum skurðgoðum og svívirðingum, eða með nokkurum misgjörðum; eg vil frelsa þá frá öllum þeim bústöðum, hvar þeir hafa syndgast, og hreinsa þá; þeir skulu vera mitt fólk, og eg vil vera þeirra Guð;24minn þjón Davíð skal vera konungur yfir þeim, og einkahirðir allra þeirra; þeir skulu lifa eftir mínum boðorðum, gæta laga minna og breyta eftir þeim.25Þeir skulu búa í því landinu, sem eg gaf mínum þjóni Jakob, hvar feður þeirra bjuggu; í því landi skulu þeir búa, og þeirra börn og barnabörn, ævinlega; og minn þjón Davíð skal vera þeirra höfðingi eilíflega.26Eg vil gjöra við þá friðarsáttmála, það skal vera eilífur sáttmáli við þá; eg skal láta þá búa að staðaldri í landinu, og fjölga þeim, og láta minn helgidóm vera hjá þeim eilíflega;27minn bústaður skal vera á meðal þeirra, eg vil vera þeirra Guð, og þeir skulu vera mitt fólk.28Þá skulu heiðingjarnir viðurkenna, að eg Drottinn gjöri Ísraelsmenn heilaga, þegar minn helgidómur er á meðal þeirra eilíflega.

V. 16. a. Efraimsætt var aðalættkvísl Ísraelsríkis, því þaðan var konungsættin. 1 Kóng. 11,26.