Um Mardokeus makt og mikilleika.

1Og Assverus kóngur lagði skatt, bæði á landið og sjávarins eyjar.2En um alla gjörninga hans veldis og maktar, og frásagan um þá stóru vegsemd sem kóngurinn veitti Mardokeus, er að finna skrifað í Persíu- og Medíukónga annálabókum.3Því Mardokeus Gyðingur gekk næstur Assverus kóngi, og var í miklu áliti á meðal Gyðinga, og vinsæll hjá öllum fjölda sinna bræðra, sem leituðu heilla sinni þjóð, og lagði liðsyrði öllu sínu ættfólki.