Jesús gjörir þann sjáandi, sem blindur var fæddur.

1Og á leiðinni þaðan sá hann mann, sem var blindur borinn2og hans lærisveinar, spurðu hann og sögðu: Meistari! hvör hefir syndgað, þessi, eður hans foreldrar, að hann fæddist blindur?3Jesús svaraði: hvörki syndgaði þessi né hans foreldrar, heldur er þetta skeð, svo að Guðs verk verði á honum opinber.4Mér ber að vinna verk þess, er mig sendi, meðan dagur er; nóttin kemur, þá enginn getur unnið.5Meðan eg em í heiminum, er eg heimsins ljós.6Þá hann hafði þetta sagt, hrækti hann á jörðina, gjörði leðju úr hrákanum og reyð henni á augu hins blinda;7og hann sagði til hans: farðu og þvoðu þér í lindinni Sílóam (en Sílóam þýðir: sendur); þá fór hann og þvoði sér og kom aftur heilskyggn.8Þá sögðu nágrannarnir og þeir, sem höfðu séð hann áður, því hann var ölmusumaður: er þessi ekki sá, sem setið hefir og beðið ölmusu?9nokkrir sögðu: þessi er maðurinn; en aðrir: hann er honum líkur. Hann sagði: eg em sá hinn sami.10Þá sögðu þeir til hans: hvörnig fékkstú sjónina?11Hann svaraði og sagði: maður nokkur, sem heitir Jesús, gjörði leðju og reyð á mín augu og sagði við mig: farðú til Sílóam og þvoðu þér. En er eg var þangað kominn og hafði þvegið mér, fékk eg sjónina.12Þá sögðu þeir til hans: hvar er hann? hann svaraði: eg veit ekki.13Þeir leiddu þá þann, sem áður hafði blindur verið til faríseanna,14—en þá var helgur dagur, er Jesús bjó til leðjuna og upplauk hans augum.—15Þá spurðu og farísearnir hann aftur: hvörnig hann hefði fengið sjónina; en hann sagði til þeirra: hann lagði leðju við augu mín, eg þvoði mér og eg sé.16Þá sögðu nokkrir af faríseunum: þessi maður er ekki frá Guði, fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn. Aðrir sögðu: hvörnig getur syndari gjört þvílíkt teikn? Og þá greindi á innbyrðis.17Þeir segja þá aftur til hins blinda: hvað segir þú um hann, þar eð hann upplauk þínum augum? en hann sagði: hann er spámaður.18En Gyðingar trúðu því ekki að maðurinn hefði verið blindur og væri orðinn heilskyggn, fyrr en þeir kölluðu foreldra þess, sem hafði fengið sjónina,19og þeir spurðu þá og sögðu: er þessi, sem þér segið hafi verið fæddur blindur, ykkar sonur? hvörnig er hann nú orðinn sjáandi?20Hans foreldrar svöruðu þeim og sögðu: við vitum að þessi maður er okkar sonur og að hann fæddist blindur.21En hvörnig hann hefir fengið sjónina vitum við ekki, og hvör hans augum hefir upplokið, það vitum við ekki heldur; hann sjálfur er fulltíða maður, spyrjið hann sjálfan.22Þetta sögðu foreldrar hans vegna þess þeir óttuðust Gyðinga, af því nú höfðu Gyðingar samið með sér, að ef nokkur maður viðurkenndi að hann væri Kristur, skyldi sá hinn sami rekast úr samkundunni.23Þess vegna sögðu hans foreldrar: hann er fulltíða, spyrjið hann sjálfan.24Þá kölluðu þeir fyrir aftur þann mann, sem hafði verið blindur og sögðu til hans: gef þú Guði dýrðina a); vér vitum að þessi maður er syndari.25Þá svaraði hann og sagði: hvört hann er syndari veit eg ekki; eitt veit eg, að eg, sem var blindur, hefi nú sjónina.26En þeir sögðu til hans aftur: hvað gjörði hann við þig? hvörnig lauk hann upp þínum augum?27Hann svaraði þeim: eg hefi þegar sagt yður það, og þér gáfuð því ekki gaum, hvörs vegna viljið þér heyra það aftur? viljið þér og verða hans lærisveinar?28Þá atyrtu þeir hann og sögðu: þú ert hans lærisveinn, en vér erum Mósis lærisveinar.29Vér vitum að Guð hefir talað við Móses, en um þennan vitum vér ekki hvaðan hann er.30Maðurinn svaraði og sagði þeim: það er undarlegt að þér vitið ekki hvaðan hann er og hann lauk upp mínum augum.31Vér vitum þó að Guð heyrir ekki syndara, en ef nokkur er guðrækinn og gjörir hans vilja, þann heyrir hann.32Aldrei hefir það heyrst, að nokkur hafi opnað augu þess, sem var fæddur blindur.33Væri þessi ekki frá Guði, þá gæti hann ekkert þvílíkt gjört.34Þá svöruðu þeir og sögðu til hans: þú ert allur fæddur í synd og þú kennir oss? og þeir ráku hann út.35Jesús heyrði að þeir hefðu rekið hann út, og er hann fann hann, sagði Jesús við hann: trúir þú á Guðs Son?36Hann svaraði og sagði: hver er sá, Herra! að eg geti á hann trúað?37en Jesús sagði til hans: þú hefir séð hann og sá, sem við þig talar, hann er sá hinn sami.38En hann sagði: eg trúi, Herra! og féll fram fyrir honum.39Og Jesús sagði: til dóms er eg kominn í þenna heim, að þeir, sem ekki sjá, verði sjáandi, og þeir, sem sjá, verði blindir.40Þetta heyrðu þeir af faríseum, sem hjá honum vóru og sögðu við hann: erum vér þá og blindir?41Jesús sagði til þeirra: ef að þér væruð blindir, hefðuð þér ekki synd, en nú segið þér: vér sjáum, þar fyrir viðvarir yðar synd.

V. 4. Lúk. 13,2.4. V. 24. a. Að gefa Guði dýrðina, er að bera virðingu fyrir Guðdóminum, og var sú hugvekja oft gefin þeim, er skyldu vitna fyrir rétti, Jós. 7,19. V. 39. Matt. 13,13.