Jesús mettar 4000 manna; talar um súrdeig Heródesar og faríseanna; gefur sýn. Meðkenning lærisveinanna um Jesús.

1Um þessar mundir bar enn svo við, að mikill fólksfjöldi var hjá honum, og hafði ekkert til matar. Þá kallaði Jesús á lærisveina sína og sagði:2eg aumkast yfir fólk þetta, það hefir nú hjá mér verið í þrjá daga og ekkert til matar haft;3en ef eg læt þá fara frá mér fastandi til heimila sinna, verða þeir magnþrota á veginum; því sumir af þeim voru langt að komnir.4Þá svöruðu lærisveinar hans: hvörninn fær nokkur fætt þá hér í óbyggðum?5hann spurði þá: hvörsu mörg brauð þeir hefðu? þeir sögðu: sjö.6Síðan bauð hann fólkinu að setjast niður, tók þau sjö brauð, gjörði Guði þakkir, braut þau og fékk þau síðan lærisveinum sínum, að þeir legðu þau fyrir fólkið. Þeir gjörðu, sem þeim var boðið.7Líka höfðu þeir fáeina smáfiska; hann þakkaði einninn Guði fyrir þá, og bauð, að þá skyldi einninn frambera;8en þeir neyttu og urðu mettir. Síðan söfnuðu þeir matarleifunum, og voru það sjö karfir;9en þeir sem neytt höfðu, vóru hér um fjögur þúsund; og að því búnu lét hann þá frá sér fara.
10Strax eftir þetta fór hann á skipi með lærisveinum sínum, og kom í héraðið við Dalmanúta.11Hér komu farísear og tóku að hefja við hann spurningar, samt krefjast teikns af himni, til að reyna hann;12andvarpaði hann þá þungan og mælti: þjóð þessi beiðist teikns, en eg segi yður satt, henni skal ekki teikn gefast.13Síðan skildist hann við þá, steig aftur á skip og fór yfir um a).14Þeim hafði gleymst að taka með sér brauð, svo þeir höfðu ekki nema eitt í skipinu;15þá bauð Jesús þeim og sagði: varist súrdeig þeirra farísea og Heródesar.16Þá sögðu þeir sín á milli, að Jesú mundi segja þetta í því skyni, að þeim hefði gleymst að taka brauð með;17en er hann varð þess vís, mælti hann: því fáist þér um það, að þér ekki tókuð brauð með? eður skiljið þér enn ekki? eru vitsmunir yðar enn þá svo sljóvir?18sjáið þér ekki með berum augum? heyrið þér ekki með opnum eyrum?19eður munið þér ekki, þegar eg skipti þeim fimm brauðum meðal fimm þúsunda, hvörsu margar karfir með matarleifar hirtuð þér þá?20þeir svöruðu: tólf. Eður þegar eg skipti þeim sjö brauðum meðal fjögra þúsunda, hvörsu margar karfir fullar höfðuð þér þá afgangs?21þeir sögðu: sjö! þá mælti hann: hvörs vegna getið þér þá ekki þetta skilið?
22Síðan komu þeir til Betsaídaborgar; hér færðu þeir til hans blindan mann og báðu að hann snerti hann.23Jesús tók í hönd honum, og leiddi hann út fyrir borgina, hrækti í augu hans, lagði hendur yfir hann, og spurði hann: hvört hann sæi nokkuð?24hann litaðist um og mælti: eg sé mennina ganga, eins og eg sæi tré.25Í annað sinn fór Jesús höndum um augu hans, og bað hann líta upp, var hann þá orðinn heilskyggn, og sá alla glöggt;26honum bauð Jesús að fara til heimilis síns, en ekki inn í borgina, ekki heldur segja nokkrum í þorpinu frá þessu.
27Héðan fór Jesús og hans lærisveinar í þau þorp, er liggja í grennd við borgina Cæsarea, sem kennd er við Philippus. Á veginum spurði hann lærisveina sína: hvörn menn héldu hann vera?28Þeir sögðu: sumir halda þú sért Jóhannes skírari, aðrir, að þú sért Elías, enn aðrir, að þú sért einn af spámönnunum.29Þá mælti hann: en hvör haldið þér eg sé? Honum svaraði Pétur og mælti: þú ert K r i s t u r;30en hann bannaði þeim að segja nokkrum frá því.31Eftir það tók Jesús að segja þeim frá: að sér bæri margt að líða, útskúfast af öldungunum, enum æðstu prestum og þeim skriftlærðu; líka líflátinn að verða, en endurlifna á þriðja degi eftir.32Þetta sagði hann þeim með berum orðum. Þá Pétur hann afsíðis, og fór að átelja hann;33en hann snerist við, leit til lærisveina sinna, og ávítaði Pétur með svofelldum orðum: far þú frá mér, Satan! því þú skynjar ekki Guðs fyrirætlanir, heldur manna.34Að svo mæltu kallaði hann á fólkið og lærisveina sína, og sagði: hvör, sem vera vill í minni fylgd, afneiti sjálfum sér, taki sinn kross, og fylgi mér eftir;35því hvör, sem hyggst að forða lífi sínu, mun því týna; en hvör, sem vogar því í hættu fyrir mínar eður náðarboðskapsins sakir, mun fá því borgið;36því að hvörju gagni kæmi það, þótt maður eignaðist allan heiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni;37eða hvað getur maðurinn gefið til lausnar sálu sinni?38því hvör, sem ekki vill kannast við mig og mína kenningu fyrir þessari hórunarsömu og syndugu kynslóð, við hann mun Mannsins Sonur ekki heldur kannast, þegar hann kemur með helgum englum í dýrð föður síns.39Enn framar sagði hann: trúið mér, að hér eru nú viðstaddir nokkrir þeir, sem auðnast mun að lifa svo lengi, að þeir sjái ríki Guðs a) koma með krafti.

V. 1–9. sbr. Matt. 15,32–39. V. 10–21, sbr. Matt. 15,39. 16,1–12. V. 10. Dalmanúta, staður austanvert við Galíleuvatn. V. 13. a. Yfir um, þ. e. til baka vestur yfir vatnið. V. 15, sbr. Lúk. 12,1. V. 27–39, sbr. Matt. 16,13–28. Lúk. 9,18–27. V. 39. a. Þ. e. Krists lærdóm útbreiðast og hans kirkju eflast.