Viðvörun við hórdómi.

1Minn son! gef þú gaum að mínum vísdómi; hneig þín eyru til minna hygginda,2svo að þú getir varðveitt hugsunarsemi, og þínar varir geymi þekkingu.
3Því að sönnu drýpur hunang af vörum annarlegrar konu, og hálli en viðsmjör er hennar barki;4en hennar útganga er beiskari enn malurt, beitt eins og tvíeggjað sverð.5Hennar fætur ganga niður á við til dauðans, hennar spor stefna til helju.6Að hún gangi ei lífsins götu, reikar hún til og frá; hún veit ei hvört.7Svo heyrið mig nú, mín börn! og víkið ekki frá tali míns munns!8Lát þinn veg vera langt frá henni, og þú skalt ekki koma nálægt hennar húsdyrum,9að þú gefir ekki annarlegum þinn blóma, og þeirri grimmu þín ár,10að þeir útlendu mettist ekki af þínum eigum, og þitt erfiði lendi í annarlegu húsi.11Að þú ekki að lyktum andvarpir, þegar þitt hold og þinn líkami hverfur þér,12og segir: hvarfyrir hataði eg aga, og því forsmáði mitt hjarta aðvörun?13eg hlýddi ei raust minna kennenda, beygði ei mitt eyra til þeirra sem uppfræddu mig,14lá við sjálft að eg hefði ratað í skömm mitt á mannfundi og í söfnuðinum.15Drekk þú vatn úr þinni eigin lind, og fljótandi vökva mitt úr þínum brunni.16Þínir lækir renni út á götuna, og vatnslindir á strætinu;17láttu þá tilheyra þér einum og ekki þeim framandi með þér.18Þín uppspretta sé blessuð, og gleð þig við unnustu þíns ungdóms.19Hún sé þér sem kær hind, og yndislegt rádýr. Láttu hennar elskusemi ætíð hressa þig, og hennar ást sífellt gjöra þig ölvaðan!
20Minn son! hvarfyrir viltu binda þig við framandi (konu) og umfaðma brjóst þeirrar útlendu?21Því fyrir augum Drottins eru hvörs manns vegir opnir, og hann mælir hvörs eins spor.22Misgjörðir hins óguðlega munu fanga hann; og hann mun bundinn verða með reipum sinna synda.23Hann mun deyja, af því hann vildi ekki láta sér segjast, og hann kollvarpast í sinni fásinnu.