1Vertu ekki vandlætingarsamur við konuna (sem er) við þitt brjóst, og kenn (henni) ekki illa mennt þér á móti.2Gef ekki konu þinni þína sál, svo að hún hefji sig yfir þitt vald.3Gakk ekki á móti þeirri tælandi konu, svo þú fallir ekki í hennar snöru.4Hafðu enga umgengni við söngkonuna, svo þú verðir ei fanginn af hennar brögðum.5Skoðaðu ekki meyjuna, svo þú verðir ekki lokaður af hennar yndislegleika.6Gef ei sálu þína skækjum í vald, svo þú missir ekki þinn arf.7Skima ei um allt á götum staðarins, og ráfa ei um hans fábyggðu pláss.8Snú þínum augum frá fríðum konum, og skoða ekki annarlegan fríðleika.9Af konu fríðleik voru margir leiddir á villu stiga, og af honum kviknar ástin sem eldur.10Set þig ekki hjá giftri konu, og leggst ekki í hennar faðm,11og haf ekki samdrykkju með henni, að hjarta þitt ekki hneigist til hennar, og þú með þínum anda steypist í óhamingju.12Yfirgef ekki gamlan vin, því hinn nýi er ekki hans jafnoki.13Nýtt vín, sá nýi vinur: þegar það verður gamalt, drekkur þú það með unaðsemd.14Öfunda ekki syndarann af hans dýrð, því þú veist ei hvör hans afdrif verða.15Lát þér ei geðjast það sem óguðlegum geðjast: hugleið, að þeir verða ei óhegndir allt til helju.16Haf þig langt frá þeim manni, sem hefir vald til að deyða, og þá muntu ekki kenna á dauðans hræðslu.17En ef þú nálgast hann, þá lát þér ei yfirsjást, svo hann taki ekki af þér lífið.18Hugleið, að þú gengur innan um tálsnörur, og á borgartindum.19Lær þú vandlega að þekkja þinn náunga, og ráðfær þig við vitra menn, og tala við þá skynsömu, og allt þitt tal viðvíki lögmáli ens æðsta.20Ráðvandir menn séu þínir borðgestir, og leita þíns hróss í ótta Drottins.21Verkið fær hrós fyrir smiðanna hendur, og vitur maður, sá sem lýðum ræður, fyrir sitt tal.22Málugur maður er óttalegur í sinni borg, og sá sem er ógætinn í tali verður hataður.