Bæn um fyrirgefning.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíð,2þá Natan spámaður kom til hans, eftir að hann lagðist með Bersebu.3Miskunna mér, Guð! eftir þinni gæsku, og afmá mínar yfirtroðslur, eftir þinni miklu miskunnsemi.4Þvo mig hreinan af minni misgjörð og hreinsa mig af minni synd.5Því eg þekki mína yfirtroðslu, og mín synd er ætíð frammi fyrir mér.6Þér, já, þér einum hefi eg á móti brotið, og aðhafst það illa fyrir þinni augsýn, svo þú ert réttvís þegar þú talar, og hreinn þegar þú dæmir.7Sjá! í misgjörð eg em fæddur, og mín móðir hefir getið mig í synd.8Sjá! þú hefir velþóknan á hjartans hreinskilni, kenn þú mér vísdóminn í kyrrþey.9Þvo þú mig með ísópi af synd, svo eg verði hreinn, þvo þú mig, svo eg verði hvítari en snjór!10Láttu mig verða varan við fögnuð og gleði, svo að þau bein hressist við sem þú hefir sundurmarið.11Byrg þitt auglit fyrir mínum syndum, og afmá allar mínar misgjörðir!12Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð! og endurnýja í mér stöðugan anda!13Kasta mér ekki burt frá þínu augliti, og tak ekki þinn heilaga anda frá mér!14gef mér aftur fögnuð þíns frelsis, útbú mig með öruggum anda.
15Svo skal eg kenna yfirtroðslumönnunum þína vegu, og syndarar munu umvenda sér til þín.16Frelsa mig frá blóðskuld, Guð! minn frelsis Guð! svo að mín tunga fagni yfir þinni gæsku!17Drottinn! opna þú mínar varir, svo minn munnur kunngjöri þitt lof.18Því þú hefir enga vild á offri, annars mundi eg greiða þér það, á brennifórn hefir þú ekki velþóknan.19Sundurknosaður andi er Guði þægilegt offur. Harmþrungið og sundurmarið hjarta munt þú, ó Guð! ekki fyrirlíta.20Gjör þú vel við Síon eftir þinni gæsku. Uppbygg þú Jerúsalems múrveggi!21Þá munt þú gleðjast af guðrækilegum offrum, brennifórnum og aðalfórnum. Þá munu menn fórnfæra uxum á þínu altari.