Bæn móti svikulum vin.

1Til hljóðfærameistarans á strengjaleik. Kennsluljóð Davíðs.2Guð! snú þínu eyra til minna bæna, og fel þig ekki fyrir minni grátbeiðni.3Gef gaum að mér og bænheyr mig, eg ráfa til og frá í minni sorg og kveina vegna óvinarins óhljóða.4Vegna undirþrykkingar hins óguðlega, því þeir vilja gjöra mér órétt og í reiði ofsækja mig með hatri.5Mitt hjarta skelfur í mér, og dauðans angist yfirfellur mig.6Ótti og skjálfti kemur yfir mig, og ofboð þekur mig.7Eg segi við sjálfan mig: æ að eg hefði vængi sem dúfa, þá mundi eg fljúga burt og leita að ró.8Eg mundi fara langt í burt og (vera á nóttunni) á eyðimörku. (Málhvíld).9Fljótar skyldi eg burt flýja en ákaflegur stormur, óveður.
10Drottinn afmá þú þá, sundurskipt þú þeirra tungum, því eg sé ofbeldi og sundurþykkju í staðnum.11Nótt og dag gengur þetta um kring á hans múrveggjum. Ranglæti og mæða er í honum miðjum.12Tjón mitt í honum, og frá hans strætum víkja ekki svik og fals.13Það er ekki fjandmaðurinn sem svívirðir mig, eg mundi þola það. Það er ekki sá mig öfundar, sem hlakkar yfir mér; eg mundi fela mig fyrir honum.14Heldur ert þú það maður, sem eg matti jafnt mér, minn félagi og minn kunningi.15Við sem ráðguðumst saman vinsamlega, sem gengum saman í Guðs hús.16Dauðinn komi sviplega yfir þá, svo þeir fari lifandi niður í helju, því þar er vonska í þeirra bústöðum, mitt í þeim.17Eg kalla til Guðs, og Drottinn mun frelsa mig.18Um kvöld, morgna og miðdegi, kvarta eg og andvarpa, hann heyrir mína raust.19Hann frelsar mína sálu frá stríði, og veitir frið, því margir eru á móti mér.20Guð heyrir mig og auðmýkir þá. Hann sem var frá eilífð, mun auðmýkja þá (málhvíld), ekki bæta þeir sig, og ekki óttast þeir Guð.21Þeir leggja hendur á sína stallbræður, og rjúfa skammarlega sína sáttmála.22Þeirra munnur er klökkvari en smjör, og hafa þó stríð í hug; þeirra orð eru mjúkari en viðsmjör, og eru þó brugðin sverð.23Kasta þinni áhyggju upp á Drottin, og hann mun veita þér atvinnu, hann mun ekki leifa að eilífu, að hinn ráðvandi bifist.24En þú ó Guð! munt steypa þeim (vondu) niður í glötunarinnar gröf. Þeir blóðgírugu og fláráðu munu ei hálfna sína lífdaga. En eg—eg vil reiða mig á þig.