Uppgjöf á skuldum sjöunda hvört ár.

1Við enda sjöunda hvörs árs skaltú gefa upp skuldir,2en þeirri uppgjöf er svo varið: hvör sem hefir lánað sínum náunga nokkuð skal gefa honum það upp, og krefja ekki náunga sinn, eða sinn bróður, því hann eignar uppgjöfina Drottni;3af útlendingnum máttu krefja skuldar þinnar, en landa þínum skaltú gefa hana upp, nema svo sé að hann sé ekki fátækur,4því að Drottinn mun blessa þig mjög í því landinu sem hann gefur þér til eignar og umráða;5þó með því móti að þú einungis hlýðir raustu Drottins þíns Guðs, og haldir öll þessi boðorð, sem eg býð þér í dag að breyta eftir,6því að Drottinn þinn Guð mun blessa þig, eins og hann hefir heitið þér, svo þú munt geta lánað mörgum þjóðum, en skalt ei þurfa að taka lán hjá öðrum, þú munt drottna yfir mörgum þjóðum, en enginn skal drottna yfir þér.7Ef nokkur af þínum bræðrum er fátækur í einhvörri borg í landi þínu, sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér, þá skaltu ei forherða þitt hjarta eður afturloka þinni hendi fyrir þínum fátæka landa;8heldur skaltu uppljúka þinni hendi fyrir honum, og lána honum eftir því sem hann hefir þörf á.9Vara þig við því að þar sé nokkur illur þanki í þínu hjarta, sem segi: nú líður undir sjöunda árið, sem er ár uppgjafarinnar, og lítir þú svo óblíðlega til þíns fátæka bróðurs og gefir honum ekkert—þá mun hann kvarta yfir þér við Drottin, og mun það verða þér að synd;10heldur skaltu gefa honum, og sjá ekki eftir því sem þú gefur honum, því þar fyrir mun Drottinn þinn Guð blessa þig í öllum þínum verkum, og öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.11Ætíð munu fátækir vera til í landinu, því býð eg þér og segi, að þú skulir uppljúka þinni hendi fyrir þínum bróður, sem er fátækur og þurfandi í landi þínu.
12Ef þér er seldur landi þinn hebreskur maður, karl eða kona, þá þjóni þér í 6 ár, það sjöunda árið skaltu sleppa honum og gefa hann lausan,13og þegar þú lætur hann frá þér lausan, þá skaltu ekki láta hann fara tómhentan;14heldur skaltu gefa honum af þínu sauðfé, af þínu korni og þínu víni; eftir því sem Drottinn hefir blessað þig, skaltu gefa honum,15og minnstú þess að þú hefir verið þræll í Egyptalandi, og að Drottinn þinn Guð frelsaði þig þaðan, þess vegna legg eg þetta fyrir þig í dag.16En segi hann þá við þig: Eg vil ekki skilja við þig, því að mér er vel við þig og þína—þar honum fellur vel hjá þér—17þá tak al og sting í gegnum eyrað á honum upp við dyrnar, og lát hann upp þaðan vera þinn þjónustumann; eins skaltú fara með þína ambátt. (Exod. 21,6.)18Lát þér ekki fallast um það, þó þú eigir að láta hann lausan, því hann hefir þjónað þér um 6 ár, sem tvígildur vinnumaður, og Drottinn þinn Guð mun blessa þig í öllu sem þú gjörir.
19Allan frumburð af kúm og sauðfé, sem er karlkyns, skaltu helga Drottni þínum Guði; frumborið naut skaltu ekki þrælka, og ekki klippa ullina af frumburði sauðfjárins.20Heldur skaltu neyta þeirra árlega frammi fyrir Drottni þínum Guði, þú sjálfur og heimilisfólk þitt í þeim stað sem Drottinn útvelur;21en ef lýti eru á því nokkur, t.d. ef það er halt eða blint, eða hefir nokkur stórlýti, þá skaltu ekki offra því Drottni þínum Guði,22heldur skaltú eta það heima, hvört sem þú ert hreinn eða óhreinn með sama hætti eins og rádýr eða hjört; en et ekki blóðið úr því, hell því út eins og vatni.

V. 18. Þrællinn var keyptur fyrir helfing af því sem verkamaðurinn, auk fæðisins, fékk í kaup um 6 ára tíma; húsbóndinn græddi þannig á þrælnum, sem var hjá honum í 6 ár, helfing af því sem hann hefði mátt gefa öðrum frjálsum, þess vegna var sanngjarnlegt að þrælnum væri gjört eitthvað gott, þegar hann fór frá húsbóndanum og hafði annars verið honum trúr.