Hóseas lýsir Guðs handleiðslu á Gyðingum, þeirra vanþakklæti við Guð, og þeirri hegningu, sem þeir áttu í vændum; miskunn Guðs, að hann hegnir eigi Gyðingum, nema til þess að betra þá.

1Meðan Ísraelslýður var ungur, hafði eg hann kæran, og eg kallaði þenna son minn af Egyptalandi.2En því oftar sem til þeirra var kallað, því heldur sneru þeir sér undan: Þeir færðu Baalsgoðum fórnir og brenndu reykelsi fyrir goðalíkneskjum.3Eg kenndi Efraim að ganga, eg hélt um armleggi þeirra; en þeir vildu ekki við það kannast, að eg væri sá, sem styrkti þá.4Eg leiddi þá í mannlegum böndum, eg hafði á þeim taumhald kærleikans: eg fór að þeim, eins og sá sem lyftir upp okinu, tekur það fram af gripnum, lýtur niður að honum, og gefur honum fæðu.5Efraimsætt skal ekki aftur hverfa til Egyptalands, heldur skal Assyríukonungur vera konungur þeirra, fyrst þeir tregðast við að snúa sér.6Sverðið skal brjótast inn í borgir þeirra, fella höfuðsmenn þeirra, og eyða þeim sökum þeirra ráðabruggs.7Því mitt fólk leitar lags að falla frá mér; þó því sé sagt að hefja sig í hæðirnar, þá reisir sig samt enginn upp.
8Hvörsu skal eg með þig fara, Efraimsætt? Á eg að selja þig í hers hendur, Ísraelslýður? á eg að útleika þig eins og Admaborg, og fara með þig eins og Sebóimsborg (5 Mós. 29, 23)? Mitt hjarta vitnar í mér, og meðaumkvun tekur til að hreyfa sér hjá mér;9eg vil ekki fram fara eftir minni brennandi reiði, eg vil ekki snúa mér til að afmá Efraimsætt: því eg er Guð, en ekki maður, eins og þínir líkar: eg er heilagur, og vil því ekki inn í borgina ganga.10Þeir munu (síðar meir) fylgja Drottni, þegar hann kallar með ljónsröddu; (eins og ljón öskri); því kalla mun hann, og þá munu börnin þjóta frá vestri,11þau munu þjóta frá Egyptalandi, sem fuglar, og frá Assyríalandi, sem dúfur, og þá skal eg fá þeim aftur híbýli sín til íbúðar, segir Drottinn.

V. 10. Börnin, þ. e. þeir af Gyðingum, sem höfðu bætt ráð sitt, og voru orðnir sönn Guðs börn.