Absalon kemur aftur í sátt við föður sinn.

1Og Jóab Serujason tók eftir því að kóngurinn unni Absalon.2Þá sendi Jóab til Tekoa og lét sækja þaðan skynuga konu, og sagði við hana: láttu sem þú sért í sorg, og far þú í sorgarklæði, og smyr þig ekki með viðsmjöri, og vertu sem kona, er í langan tíma hefir syrgt framliðinn mann.3Og gakk fyrir konung og fall á þitt andlit til jarðar, og ávarpa hann þessum orðum. Og Jóab lagði henni orð í munn.
4Og konan frá Tekoa ávarpaði konunginn og féll á sitt andlit til jarðar og beygði sig, og mælti: hjálpa mér konungur b)!5Og konungurinn sagði til hennar: hvað gengur að þér? og hún mælti: sannarlega! ekkja er eg og maður minn er dáinn.6Og þín ambátt átti tvo syni, þeir urðu missáttir á akri, og enginn var þar sem gat skilið þá, og sá eini sló hinn annan og drap hann.7Og sjá! öll ættin er risin upp móti þinni ambátt, og menn segja: framsel þú þann sem drap bróður sinn, að vér drepum hann fyrir sál bróður hans, sem hann myrti, og vér viljum og afmá erfingjann; og svona vilja þeir slökka þann neista sem mér er eftir orðinn, svo maðurinn minn hafi hvörki nafn né niðja á jörðinni.8Og kóngur mælti við konuna: far þú heim til þín, eg skal gefa þér skipan þér viðvíkjandi,9en konan frá Tekoa sagði til konungsins: á mér, minn herra konungur! hvíli sekt og á míns föðurs húsi, en konungurinn og hans hásæti sé saklaust.10Og konungur sagði: hvörn sem móti þér talar, skaltu færa til mín, og hann skal ei framar áreita þig.11Þá mælti hún: mundu þó kóngur, til Drottins þíns Guðs, að blóðhegnarinn gjöri ei meira tjón, og að þeir tortíni ekki syni mínum fyrir mér. Og hann mælti: svo sannarlega sem Drottinn lifir! af höfuðhárum sonar þíns skal ekki eitt falla til jarðar c).
12Og konan sagði: leyfðu þinni ambátt að tala eitt orð til míns herra konungsins! og hann svaraði: tala þú!13Og konan sagði: hvörs vegna upphugsar þú slíkt gegn Guðs fólki? og þegar kóngurinn hefir þannig talað, er hann svo sem sekur, þar eð konungurinn lætur ei sinn útskúfaða koma heim aftur.14Því deyja hljótum vér, og eins og vatn erum vér, sem hellt er á jörðina og enginn getur handsamað aftur, og skyldi þá ei hátignin hafa löngun til, og hugsun á, að útskúfa ekki frá sér þeim útskúfaða?15Eg er nú kominn til að tala þessi orð við minn herra konunginn, því fólkið hræddi mig; þá hugsaði þín ambátt: eg vil þó tala við konunginn; máske konungurinn gjöri eftir orði sinnar ambáttar.16Já konungurinn mun bænheyra sína ambátt og frelsa sína ambátt, mig og minn son af hendi þess manns sem vill afmá hann af Guðs arfleifð.17Og svo hugsaði þín ambátt: orð míns herra konungsins verða mér þó til huggunar, því sem Guðs engill a), svo er minn herra konungurinn, í því að heyra gott og illt; því sé Drottinn þinn Guð með þér.
18Og konungurinn svaraði og mælti til konunnar: leyn þú mig engu sem eg spyr þig að. Og konan sagði: minn herra konungurinn tali!19Og kóngurinn mælti: er ekki Jóabs hönd með þér í öllu þessu? og konan svaraði, og mælti: svo sannarlega sem minn herra konungurinn lifir, það er einmitt eins og minn herra konungurinn segir, já, þinn þénari Jóab, hann hefir skipað mér þetta og hann hefir lagt þinni ambátt öll þessi orð í munn.20Til að koma málefninu í þetta horf hefir þinn þénari Jóab gjört þetta; en minn herra er vís sem Guðs engill, svo hann veit allt á jörðunni.
21Og konungurinn sagði til Jóabs: sjá! eg hefi nú gjört þetta, svo far þá og sæktu þann unga mann Absalon.22Þá féll Jóab á sitt andlit til jarðar og laut, og blessaði konunginn og mælti: í dag reynir þinn þénari að eg hefi fundið náð fyrir þínum augum, minn herra konungur, þar eð konungurinn hefir farið eftir orði síns þénara.23Svo tók Jóab sig til, og fór til Gesur, og kom með Absalon til Jerúsalem.24En konungur mælti: hann fari í sitt hús og sjái ei mitt auglit. Svo fór Absalon í sitt hús, og kóngsins auglit sá hann ekki.
25En meðal Ísraelsmanna var enginn svo fríður sem Absalon, og fór mikið orð af því; milli hæls og hvirfils voru engin lýti á honum.26Og þegar hann skar hár sitt—það var skorið einu sinni á ári—því þá það varð honum of þungt skar hann það—svo vó hárið á höfðinu á honum 2 hundruð sikla silfurs eftir konungs vigt.27Og Absalon fæddust tveir synir og ein dóttir, hún hét Tamar; hún varð fríð kona ásýndum.
28Og svo var Absalon tvö ár í Jerúsalem og sá ekki kóngsins auglit.29Þá gjörði Absalon boð eftir Jóab til að senda hann til kóngsins, en hann vildi ekki til hans koma; og hann sendi aftur í annað sinn; en hann vildi ekki koma.30Þá sagði hann til sinna þjóna; Jóab á akur áfastan við minn og þar á hefir hann bygg, farið nú og kveikið í því með eldi. Og þjónar Absalons kveiktu í því með eldi.31Þá tók Jóab sig til og kom til Absalons í hans hús, og mælti við hann: því hafa þjónar þínir kveikt í mínum akri með eldi?32Og Absalon sagði við Jóab: sjá! eg sendi til þín og sagði: kom hingað, að eg sendi þig til konungsins, og seg: hví em eg kominn frá Gesur? betra væri mér að vera þar enn! og nú vil eg sjá kóngsins auglit; en sé eg sekur, þá drepi hann mig.33Þá gekk Jóab fyrir konung og sagði honum þetta. Og hann kallaði Absalon, og hann (Absalon) kom fyrir konung, og laut til jarðar með sínu andliti konunginum, og konungurinn kyssti Absalon.

V. 4. b. 2 Kóng. 6,26. V. 11. c. 1 Sam. 14,45. 1 Kóng. 1,52. V. 17. a. Kap. 19,27.