Frá Jósúa, hinum æðsta kennimanni.

1Því næst lét hann mig sjá Jósúa, hinn æðsta kennimann; hann stóð frammi fyrir engli Drottins, en til hægri handar honum stóð Satan, til þess að ákæra hann.2Þá sagði Drottinn til Satans: Drottinn ógni (hamli) þér, Satan! Drottinn hamli þér, hann sem hefir útvalið Jerúsalemsborg! Er þessi maður (Jósúa) ekki eins og brandur úr báli dreginn?3En Jósúa var í óhreinum klæðum, þar er hann stóð frammi fyrir englinum.4Þá tók engillinn til orða, og mælti til þeirra, sem stóðu frammi fyrir honum: færið hann úr hinum óhreinu klæðum. Síðan sagði hann til hans: sjá þú! eg hefi tekið þína synd frá þér, og færi þig í hátíðabúning.5Eg sagði: lát hreinan ennidúk um höfuð hans. Þeir létu þá hreinan ennidúk um höfuð hans, þá þeir höfðu fært hann í klæðin; og engill Drottins var þar viðstaddur.6Nú vottaði engill Drottins fyrir Jósúa, og mælti:7Svo segir Drottinn allsherjar: ef þú gengur á mínum vegum, og gætir þess sem eg vil gæta láta, þá skaltú stjórna mínu húsi og gæta minna forgarða; og eg skal veita þér gang meðal þessara, sem hér standa.8Heyr, Jósúa, þú hinn æðsti kennimaður, og vinir þínir, sem sitja frammi fyrir þér: þér eruð fyrirmyndar menn b); því sjá! eg læt minn þjón Semakk c) koma.9Því sjáið, á stein þann, er eg hefi lagt frammi fyrir Jósúa, á þenna eina stein d) horfa sjö augu e); sjá! eg prýði hann með útskurði, segir Drottinn allsherjar, og burttek á einum degi misgjörð þessa lands.10Á hinum sama degi, segir Drottinn allsherjar, skal hvör yðar, bjóða öðrum að sitja undir vínviðartrjám og fíkjutrjám.

V. 10. a. Þ. e. Babelslandi. V. 8. b. Þ. e. fyrirmynd hins tilkomanda Mesiass. c. Þ. e. Messías. Semakk þýðir frumkvistur, nýsprottin grein (þar til er litið 6,12), en Messías kallast Semakk Jehova, þ. e. afspringur Drottins, Es. 4,2. og afspringur Davíðs, Jer. 23,5. 33,15. En hjá Sakarías (3,8. 6,12) er Semakk orðið að eignarnafni og öldungis sama sem Messías. Eins kallast Messías Ísaírót, Es. 11,10, og rót eða afspringur Davíðs, Opinb: 5,5. 22,16. V. 9. d. Undirstöðustein musterisins. e. Þ. e. Augu Drottins, sjá 4,10.