Lofsálmur.

1Lofið Drottin! Lofið Guð í hans helgidóm, lofið hann í hans útbreiddu styrkleikafestingu.2Lofið hann fyrir hans stórvirki. Lofið hann samkvæmt hans mikilleika.3Lofið hann með básúnuhljóm. Lofið hann með hljóðfærum og hörpu.4Lofið hann með bumbum og dansi, lofið hann með strengjum og organi.5Lofið hann með hljóðhvellum hornum, symblum, lofið hann með klingjandi symblum.6Allt hvað andardrátt hefir, lofið Drottin. (Halelúja). Lofið Drottin.