Harmasöngur yfir óförum nokkura af þeim síðustu konungum Júdaríkis, 1–9; og yfir þjóðarinnar hryggilegu afdrifum.

1Kyrja þú upp harmasöng yfir Ísraelshöfðingjum a),2og seg: en hvað ljónsmæðran, móðir þín b) lá makráð á meðal ljónanna, og uppól hvolpa sína mitt á milli ljónskálfanna!3Hún ól upp einn c) af hvolpum sínum, uns hann varð að ljónskálfi: hann vandist við að leita sér ætis, og lifði á mannabráð.4Og er þjóðirnar fengu fregn af honum, veiddu þær hann í sínum gröfum, settu hringa í nasir hans, og fluttu hann til Egyptalands.5En er ljónsmæðran sá, að henni brást sú ætlan, er hún hafði gjört sér, tók hún annan d) af hvolpum sínum, og gjörði úr honum ljónskálf.6Sá ljónskálfur gekk nú meðal ljónanna, vandist við að leita sér ætis, og lifði á mannabráð,7lagðist á konungahallir og eyddi borgir, en allir, sem í landinu bjuggu, urðu hræddir við öskur hans.8Þá slógu þjóðirnar frá nálægum löndum hring um hann, lögðu net fyrir hann, og varð hann veiddur í gröfum þeirra;9þeir létu hringa í nasir hans, og fluttu hann svo í búri til Babelskonungs, og var honum þar varpað í ljónagryfju, svo að óp hans skyldi ekki framar heyrast á Ísraelsfjöllum.
10Móðir þín var lík þér, hún var eins og það víntré, sem gróðursett var hjá vatni, og varð ávaxtarsamt og greinótt af vatnsgnóttinni;11hríslur þess voru sterkar og mátulegar í veldissprota, og uxu hátt upp í milli annarra kvista, svo að mjög bar á vexti þeirra meðal hinna mörgu anga.12En því varð upp rykkt í heift og kastað á jörð niður; vindur af austri c) uppþurrkaði ávöxtinn, þær sterku hríslurnar brotnuðu og visnuðu; eldur f) eyddi þeim.13Nú er það gróðursett í eyðimörku, í þurru og vatnslausu landi;14en eldur g) hefir brotist út af legg hríslanna og eytt ávexti trésins, og nú er engin sterk hrísla eftir á því, sem hæf sé í veldissprota. Þetta er harmasöngur, og skal verða harmasöngur.

V. 1. a. Þeim vondu eftirkomendum Jósíass Júdakonungs, 2 Kóng. 23,31–24,16. 2 Kron. 36,1–10. V. 2. b. Innbúar Júdaríkis, forfeður yðar. V. 3. c. Jóakas, son Jósíass kóngs. V. 5. d. Jóakín. V. 12. e. Konungur Kaldeanna. f. Reiði Drottins. V. 14. g. Uppreisn Sedekiasar kóngs.