Lögmál um brennifórnir.

1Guð kallaði á Móses og talaði við hann úr samkundutjaldbúðinni þannig:2Tala þú til Ísraelsbarna og seg þú þeim, að ef einhvör þeirra vill færa Drottni fórn, af fénaði, þá skal sú fórn hans vera af nautpeningi, sauðfé eða geitfé.3Sé það brennifórn af stórfénaði, skal það vera naut karlkyns lýtalaust; hann skal leiða það til dyra samkundutjaldbúðarinnar, svo það afli honum Drottins hylli.4Hann leggi hönd sína á höfuð brennifórnarinnar að hún verði Drottni velþóknanleg og forlíki fyrir hann.5Hann slátri síðan ungneytinu fyrir augliti Drottins, en prestarnir, synir Arons skulu frambera blóðið og stökkva því um kring á altari það, sem stendur fyrir dyrum samkundutjaldbúðarinnar;6þar eftir flái hann brennifórnina og höggvi sundur í viss stykki,7en synir Arons prests skulu gjöra eld á altarinu og leggja við yfir eldinn.8Þar á eftir skulu synir Arons, prestarnir, raða stykkjunum, höfðinu og mörnum ofan á viðinn, sem lagður er að eldinum, sem er á altarinu.9Innyflin og fæturnir skulu þvost í vatni, en presturinn skal uppbrenna allt það, sem á altarinu er. Þvílík fórn er fórn sætleiksilms fyrir Drottni.10Ef það sem til fórnargáfu er ætlað, er af sauðfé eða geitfé þá komi hann með það sem er karlkyns og lýtalaust;11hann slátri því norðanmegin við altarið fyrir augliti Drottins, en prestarnir, synir Arons, stökkvi blóðinu í kring á altarið;12hann hluti það í sundur og presturinn raði því ásamt höfðinu og mörnum ofan á viðinn, sem lagður er að eldinum, sem á altarinu er.13Innyflin og fæturnar skal hann þvo í vatni, en presturinn frambera það allt og upptendra á altarinu. Þvílík eldfórn er fórn sætleiksilms fyrir Drottni.14En ef maður vill færa Drottni brennifórnargáfu, af fuglum, þá sé hún af turtildúfum eða ungum dúfum.15Presturinn skal bera fuglinn til altarisins, snúa úr hálsliðnum og upptendra á altarinu, en kreista út blóðið á hlið altarisins;16hann taki burt innyflin með saurnum sem í þeim er og kasti þeim við austurhlið altarisins, þar sem askan er látin.17Hann skal kljúfa fuglinn milli vængjanna, en skipta honum þó ekki í sundur og svo skal presturinn upptendra hann á altarinu, ofan á viðnum, sem lagður er að eldinum. Þvílík brennifórn er fórn sætleiksilms fyrir Drottni.

V. 4. Með að leggja hönd á höfuð fórnardýrsins helgaði hann það Guði og meðkenndi að hann væri hans náðar þurfi. V. 5. Fyrir augliti Dr: þ. er: fyrir dyrum samkundutjaldbúðarinnar. V. 9. 1. Mós. 8.21. V. 16. taka burt innyflin þ. e.: menn fórnfærðu ekki öðru en því sem var mannafæða.