Bréf til þeirra herteknu. Falsspámaðurinn Semaja.

1Og þetta eru orð bréfsins, sem Jeremías spámaður sendi frá Jerúsalem, til þeirra eftirorðnu öldunga af þeim herteknu, og til prestanna og til spámannanna, og til alls fólksins, sem Nebúkadnesar flutti frá Jerúsalem til Babel,2eftir að Jekonia kóngur og Drottningin, og hirðmennirnir, höfðingjar af Júda og Jerúsalem og trésmiðir og fangavaktarar fóru frá Jerúsalem,3með Eleasa, syni Safans, og Gemaria, syni Hilkia, sem Sedekía, Júda konungur, sendi til Nebúkadnesar, kóngs í Babel, svolátandi:
4Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð, öllum herteknum, sem eg flutti frá Jerúsalem til Babel:5byggið hús, og búið, sáið garða, og etið þeirra ávexti.6Takið konur og aflið sona og dætra, og takið konur yðar sonum, og gefið dætrum yðar menn, að þær ali syni og dætur, og tímgist þar og ótímgist ekki.7Eflið heill staðarins, í hvörn eg flutti yður og biðjið til Drottins fyrir honum; því hans velgengni mun vera yðar velgengni.8Því svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: látið ei yðar spámenn tæla yður, þá sem meðal yðar eru, og yðar spásagnamenn, og hlustið ekki á yðar drauma, sem yður dreymir.9Því ljúgandi spá þeir yður í mínu nafni, eg hefi ekki sent þá, segir Drottinn;10því svo segir Drottinn: þegar fullkomnuð eru 70 ár fyrir Babel, svo skal eg vitja yðar, og efna mín góðu fyrirheit við yður, að flytja yður til baka, á þennan stað.11Því eg (einn) veit þær ráðsályktanir, sem eg, yður viðvíkjandi, gjöri, ályktanir til heilla, en ekki til óheilla, að láta yður fá útgang (lausn) og von.12Og þér munuð kalla til mín, og fara (ánægðir) og biðja mig, og eg mun heyra yður.13Og þér munuð leita mín og finna mig; því þér munuð snúa yður til mín af öllu hjarta.14Og eg vil láta yður finna mig, segir Drottinn, og eg vil flytja yður fönguð til baka, og safna yður frá öllum þjóðum og úr öllum löndum, hvört eg rak yður, segir Drottinn; og vil flytja yður aftur á þann stað, hvaðan eg flutti yður.15Þar eð þér segið: Drottinn hefir uppvakið oss spámenn í Babel.16Því svo segir Drottinn um kónginn sem situr í Davíðs hásæti, og um allt fólkið, sem býr í þessum stað, yðar bræður, sem ekki voru með yður fluttir í herleiðinguna;17svo segir Drottinn herskaranna: sjá! eg sendi meðal þeirra sverð og hungur og drepsótt og gjöri þá líka þeim (24,2. fylg. v.) leiðu fíkjum, sem voru svo slæmar, að menn gátu ei etið þær.18Og eg ofsæki þá með sverði, hungri og drepsótt, og framsel þá til misþyrmingar öllum kóngsríkjum jarðarinnar, til bölvunar, og til viðbjóðs, og til háðungar, og til skammar, meðal allra þjóða, hvört sem eg hrek þá:19fyrir það, að þeir hlýddu ekki mínum orðum, segir Drottinn, þegar eg sendi til þeirra mína þjóna, spámennina, frá því árla dags, og þér heyrðuð ekki, segir Drottinn.20En þér heyrið orð Drottins, allir burtfluttir, sem eg hefi sent frá Jerúsalem til Babel.
21Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð, um Akab, Kolajason, og um Sedekía, Maesejason, sem prédika yður lygar í mínu nafni: sjá! eg gef þá í hönd Nebúkadnesars, kóngs af Babel, að hann vinni á þeim fyrir yðar augum.22Og af þeim munu óbænir dregnar verða af öllum Júda herteknu, sem í Babel eru, svo menn munu svo að orði kveða: „Drottinn gjöri þig líkan Sedekía og Akab, sem Babelskóngur lét steikja á eldi“.23Sökum þess þeir aðhöfðust ódáða verk í Ísrael, og drýgðu hór með konum sinna náunga, og töluðu lygi í mínu nafni, sem eg hafði ei boðið þeim. En eg veit það og er þess vottur, segir Drottinn.
24Og til Semaja, Nehalamíta, skaltu segja:25Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: sökum þess að þú í þínu nafni sendir bréf til alls fólksins í Jerúsalem, og til Sesamía, sonar Maeseía, prestsins, og til allra prestanna, þess innihalds:26Drottinn hefir sett þig prest í stað Jójada prests, að þú skyldir vera umsjónarmaður í húsi Drottins gegn öllum óðum og spáandi, og skyldir setja þá í fjötra og fangelsi:27því hefir þú ekki ávítað Jeremías frá Anatot, sem spáir yður?28Því þess vegna hefir hann skrifað oss til í Babel og sagt: það verður langt! byggið hús og búið, plantið garða, og etið þeirra ávexti.29Og Sefanía prestur, las þetta bréf fyrir eyrum Jeremías spámanns.30Og orð Drottins kom til Jeremías og sagði:31skrifa til allra hertekinna þess innihalds: svo segir Drottinn um Semaja, Nehalamítann: sökum þess að Semaja spáir yður, og eg hefi þó ekki sent hann, og hefir komið yður til að treysta lygi:32Þá segir Drottinn svo: sjá! eg refsa Semaja, Nehalamíta, og hans niðjum; enginn maður af honum (kominn) skal búa meðal þessa fólks, og skal ekki sjá það góða, sem eg gjöri mínu fólki, segir Drottinn; því fráfall frá Drottni hefir hann talað.