Embætti og uppeldi presta og Levíta.

1Og Drottinn sagði við Aron: þú og synir þínir og ætt föður þíns með þér skuluð líða straff fyrir það sem brotið er á móti helgidóminum, og þú og synir þínir með þér skulu líða straff fyrir það sem yður yfirsést í yðar prestsembætti.2Þú skalt líka taka með þér bræður þína, kynkvísl Levís, ættkvísl föður þíns, þeir skulu vera þér til aðstoðar og þjóna þér; en þú og synir þínir með þér skulu vera frammi fyrir vitnisburðartjaldbúðinni;3þeir skulu gæta þess sem þeim ber að gæta við þig og samkundutjaldbúðina, en ekki mega þeir koma nærri áhöldum tjaldbúðarinnar né altarinu, að ekki bæði þeir og þér deyið;4þeir skulu vera þér til aðstoðar og gæta þess sem starfa þarf að samkundutjaldbúðinni, en enginn óviðkomandi má koma þar að.5Gætið þar fyrir þess sem gæta þarf í samkundutjaldbúðinni og við altarið, að Ísraelsbörn ekki oftar fái að kenna á reiði Drottins!6Sjá! eg hefi tekið bræður yðar, Levítana, af Ísraelsbörnum, og gefið yður þá, að þeir skuli tilheyra mér, til að þjóna við samkundutjaldbúðina;7en þú og þínir synir með þér skuluð gæta yðar prestsembættis; skuluð þér starfa að öllu því sem altarinu viðvíkur, og gjöra þarf fyrir innan fortjaldið, því prestsembættið gef eg yður að skenk; komi nokkur óviðkomandi þar að skal hann deyja!8Ennfremur sagði Drottinn við Aron: sjá! eg gef þér hlutdeild af upplyftingarfórnum mínum; allt það sem Ísraelsbörn helga, gef eg þér í þinn hluta og sonum þínum; skal sá siður ætíð haldast.9Þetta skal tilheyra þér af því háheilaga, sem eldinum er fráskilið; allar þeirra fórnargáfur, bæði matfórnir þeirra, syndafórnir og sektafórnir sem þeir færa mér, skulu vera þér og sonum þínum háheilagar;10á háheilögum stað verður þú að eta það; sérhvör karlmaður má eta þar af, heilagt á það að vera þér.11Þetta tilheyrir þér: upplyftingarfórnargáfur þeirra, ásamt veifingarfórnum allra Ísraelsbarna; það hefi eg gefið þér og sonum þínum og dætrum þínum með þér, skal það ævinlega svo vera, hvör og einn sem hreinn er í þínu húsi má eta þar af;12allt það besta af viðsmjörinu, allt það besta af því nýja víni og af korninu, frumgróða þeirra hluta, sem þeir eiga að gefa mér gef eg þér;13frumgróði allra þeirra hluta, sem í landi þeirra vaxa, og sem þeir eiga að fórnfæra Drottni, skal tilheyra þér, hvör og einn á heimili þínu, sem hreinn er, má eta þar af;14allt það sem bannfært er í Ísrael skal tilheyra þér;15allt það sem opnar líf móður sinnar, af öllum þeim skepnum sem Drottni eiga að fórnfærast bæði af mönnum og fénaði, skal tilheyra þér, en þó með því móti að frumburðir manna og óhreinna dýra séu útleystir.16Þeir frumburðir sem útleysast, eiga að útleysast mánaðargamlir, eftir þinni virðingu, með 5 helgum silfursiklum, gildir hvör sikill 20 gera.17En frumburðir af nautum, sauðum, eða geitum mega ekki útleysast, þeir eru heilagir, blóði þeirra skaltu stökkva á altarið og brenna fitu þeirra sem eldfórn Drottni til sæts ilms,18en kjöt þeirra skal tilheyra þér, sömuleiðis veifingarbringan og hægri bógurinn.19Allar helgar upplyftingarfórnir, sem Ísraelsbörn eiga að færa mér, gef eg þér, sonum þínum og dætrum með þér, skal sá siður ævinlega haldast, þessi sáttmáli vera órjúfandi og ævinlegur fyrir Drottni við þig og niðja þína ásamt þér.20Og Drottinn sagði við Aron: þú skalt ekkert eignast í landi þeirra og ekki eiga hlut með þeim; eg em þitt hlutskipti og þín eign meðal Ísraelsbarna!21En börnum Levís gef eg alla tíundina í Ísrael til eignar fyrir það starf sem þeir eiga á hendi að hafa við samkundutjaldbúðina;22og Ísraelsbörn mega ekki framar koma nærri samkundutjaldbúðinni, að þeir ekki gjöri sig dauðaseka,23en Levítarnir skulu gæta að þjóna samkundutjaldbúðinni og skulu líða straff fyrir það sem þeim í því tilliti yfirsést—það skal vera ævinleg regla hjá yðar niðjum, en með Ísraelsbörnum skulu þeir ekki eign eiga.24Því tíund Ísraelsbarna, sem þeir eiga að færa Drottni, sem upplyftingarfórn, hefi eg gefið Levítunum til eignar; þess vegna hefi eg sagt þeim að þeir ekki skuli eignir eiga meðal Ísraelsbarna.
25Við Móses talaði Drottinn líka og sagði:26tala við Levítana og seg við þá: þegar þér takið þá tíund af Ísraelsbörnum, sem eg hefi gefið yður hjá þeim, yður til eignar, þá skuluð þér færa mér þar af upplyftingarfórn, tíunda part af tíundinni,27og þessi yðar upplyftingarfórn skal tilreiknast yður eins og þér hefðuð fórnfært korni úr hlöðunni og nægtum víns úr vínpressunni;28þannig skuluð einnig þér færa mér upplyftingarfórn af allri þeirri tíund sem þér takið af Ísraelsbörnum, af því skuluð þér fá prestinum Aron upplyftingarfórn Drottins29af öllu því sem yður gefst skuluð þér Drottni færa upplyftingarfórn, það besta af því skuluð þér helga honum.30Og þú skalt segja við þá: þegar þér hafið komið með það besta af því, skal hitt vera að álíta sem hvað annað er tekið er úr hlöðunni eða úr vínpressunni:31þið megið eta það hvar sem þið viljið, bæði þér og ætt yðar, því það eru launin fyrir það að þér þjónið að samkundutjaldbúðinni,32og það er engin synd fyrir yður ef þér komið með það besta af því sem upplyftingarfórn og þá vanhelgið þér ekki það sem Ísraelsbörn hafa helgað né gjörist þar með dauðasekir.

18. kap. V. 2. Sjá 3,5–39. V. 16. Helgun, þ. e. þeir sem bestir eru af þeim. V. 30. Þ. e. hitt sem eftir er, er þá ekki heilagra en hvað annað korn eða vín.