Þeir trúuðu eiga að vera yfirvaldinu hlýðnir. Auðsýna öllum kærleika; afleggja verk myrkranna.

1Hvör maður sé yfirboðnum g) valdstéttum undirgefinn; því að ekki er valdstétt nema frá Guði og þær valdstéttir, sem eru, þær eru af Guði tilskikkaðar h);2svo að hvör, sem setur sig í móti valdstéttinni, hann stendur í móti Guðs skikkun, en þeir sem í móti standa, munu fá þeirra dóm (straff);3því að valdsmennirnir eru eigi ótti góðra verka, heldur vondra. En ef þú vilt eigi óttast valdstéttina, þá gjör hvað gott er og muntu lofstír af henni hafa;4því að hún er Guðs þénari þér til góðs, en ef þú gjörir illt máttu óttast, því hún ber sverðið ekki forgefins, því að hún er Guðs þénari, hegnari til straffs þeim, sem illt aðhefst.5Þess vegna er nauðsynlegt undirgefinn að vera, ei alleina straffsins vegna, heldur og fyrir samviskunnar sakir.6Þar fyrir gjaldið þér og skatt, því að þeir eru Guðs þjónar, er þessa sama eiga sífellt að gæta.7Látið því öllum í té, hvað skylt er, þeim skattinn, sem skatturinn, tollinn, sem tollurinn, óttann, sem óttinn, heiður, sem heiðurinn tilheyrir.
8Verið engum um neitt skyldugir, nema það þér elskið hver annan; því að hvör, sem elskar annan, hefir lögmálið uppfyllt;9því þetta: þú skalt ei hór drýgja; þú skalt ekki mann vega; þú skalt ekki stela; þú skalt ekki ljúgvitni bera; þú skalt ekki girnast og sé nokkurt annað boðorð, þá er það í þessari grein innibundið, í þessari nefnil: elska skaltú náunga þinn sem sjálfan þig.10Elskan gjörir ekki náunganum mein; því er elskan lögmálsins uppfylling.
11Og að því heldur, sem vér vitum tímann að oss er mál upp að rísa af svefni, því að nú er hjálpræðið oss nær, en þegar vér tókum trú.12Nóttin er umliðin, en dagurinn er kominn a), leggjum því af verk myrkursins og íklæðumst b) herklæðum ljóssins!13Látum oss c) framganga eins og á degi sómasamlega, ekki d) í ófáti eða ofdrykkju, ekki í e) saurlifnaði né munaðarlífi, ekki í f) þráttun né öfundsýki,14heldur g) íklæðist Drottni Jesú Kristi! hafið og holdsins umsorgun ekki til að æsa girndir.

V. 1. g. Tít. 3,1. 1 Pét. 2,13. h. Orðskv. b. 8,15.16. Dan. 4,32. Spek. b. 6,3. Jóh. 19,11. V. 3. og 4. 1 Pét. 2,14. V. 7. Matt. 22,21. Mark. 12,17. Jak. 2,8. 3 Mós. b. 19,18. V. 8. Gal. 5,14. 1. Tím. 1,5. Jak. 2,8. V. 9. 2 Mós. b. 20,14. f. 3 Mós. b. 10,18. Lúk. 10,27. Jak. 2,8. V. 10. 1 Kor. 13,4. Gal. 5,14. V. 11. 1 Kor. 15,34. Ef. 5,14. 1 Tess. 5,6. V. 12. a. 1 Jóh. 2,8. Ef. 5,11. b. Ef. 6,10. f. 1 Tess. 5,8. V. 13. c. Fil. 4,8. 1 Tess. 4,12. d. Lúk. 21,34. 1 Tess. 5,6. e. 1 Kor. 6,9. Ef. 5,5. f. Jak. 3,14. V. 14. g. Gal. 3,27. Kól. 3,10. Opinb. b. 16,15. Orðskv. b. 23,20. Ef. 5,29. 1 Pét. 2,11. 1 Jóh. 2,16.