Sál vinnur sigur á Amorítum.

1Og Ammonítinn Nahas dró út og setti herbúðir sínar gagnvart Jabes í Gíleað. Og allir menn í Jabes sögðu við Nahas: gjörðu sáttmála við oss, svo viljum vér þjóna þér.2Og Nahas Ammoníti sagði við þá: með þeim kostum vil eg gjöra sáttmála við yður, að eg stingi út á yður öllum hið hægra auga, og með því móti gjöri öllum Ísrael háðung.3Og þeir elstu í Jabes sögðu við hann: gef oss sjö daga frest til þess vér sendum boð um allt Ísraelsland; og sé enginn sem bjargar oss, svo skulum vér ganga út til þín.4Og svo komu sendiboðarnir til Gíbea Sáls og töluðu þessi orð í áheyrn fólksins. Þá hóf allt fólkið upp sína raust og grét.
5Og sjá! Sál kom á eftir akneytum af akri. Og Sál mælti: hvað gengur að fólkinu að það grætur? og þeir sögðu honum orð mannanna frá Jabes.6Þá kom Guðs Andi yfir Sál h), er hann heyrði þessi orð, og hans reiði upptendraðist mikillega.7Og hann tók tvo uxa og brytjaði þá og sendi stykkin um Ísraelsland með sendiboðum og sagði: hvör sem ei leggur af stað með Sál og með Samúel, þess manns naut skal þannig með fara. Þá kom ótti Drottins yfir fólkið og þeir fóru út sem einn maður.8Og hann kannaði liðið í Besek, og það var, synir Ísraels, þrjú hundruð þúsund, og menn af Júda þrjátygi þúsund.9Og þeir sögðu við sendimennina sem komið höfðu: segið svo mönnunum í Jabes í Gíleað: á morgun þegar sólin skín heitt, skuluð þér frá frelsun. Og sendimennirnir komu og sögðu þetta mönnunum í Jabes, og þeir urðu glaðir.10Og mennirnir í Jabes sögðu (til sinna óvina): á morgun viljum vér útganga til yðar, og þér skuluð gjöra við oss hvað yður gott sýnist.11Og það skeði morguninn eftir, að Sál skipti liðinu í þrjá flokka, og þeir brutust inn í herbúðirnar um morgunvaktartímann, og ráku á flótta (felldu) Ammonítana, allt til þess heita tíma dagsins, (miðdegis) og þeim eftirorðnu var tvístrað, og þar voru ekki tveir á meðal þeirra saman.12Þá sagði fólkið við Samúel: hvörjir eru þeir sem sögðu: skyldi Sál drottna yfir oss? framseljið þá menn, vér skulum drepa þá!13En Sál mælti: engan mann skal deyða á þessum degi, því í dag hefir Drottinn gjört mikla frelsun í Ísrael a).14Og Samúel sagði við fólkið: komið, vér skulum fara til Gilgal og þar á ný staðfesta (endurnýja) konungdóminn.15Þá fór allt fólkið til Gilgal og gjörði Sál þar að konungi b) fyrir Drottni í Gilgal, og þeir færðu þar Drottni þakkarfórn; og Sál og allir menn af Ísrael glöddu sig þar rækilega.

V. 6. h. Kap. 10,10. Dóm. 14,6. V. 13. a. Kap. 14,45. V. 15. b. Kap. 12,1.