Abimelek Gídeonsson drepur bræður sína, eyðileggur Sikem, fær ill afdrif.

1En Abímelek Jerúb-Baalssonur gekk til Sikem, til móðurbræðra sinna, og talaði við þá og alla sína ættingja af síns móðurföðurs húsi, og sagði:2Eg bið, að þér talið (þetta) fyrir allra manna eyrum í Sikem: hvört mun yður betra að 70 menn, allir Jerúb-Baalssynir, drottni yfir yður, en að einn maður drottni yfir yður? minnist þess og, að eg er yðar hold og bein.3Þá töluðu hans móðurbræður öll þessi orð um hann fyrir eyrum manna í Sikem, og þeirra hjörtu hneigðust til Abímeleks, því þeir sögðu: hann er vort skyldmenni (bróðir).4Og þeir gáfu honum 70 sikla silfurs, úr húsi Baal-Berits; og Abímelek leigði fyrir þetta óvandaða landhlaupara, sem fylgdu honum.5Og hann fór í síns föðurs hús í Ofra, og drap sína bræður, sonu Jerúb-Baals, 70 manns á einum steini; en Jótam, yngsti sonur Jerúb-Baals, varð eftir, því hann hafði falist.
6En allir menn í Sikem, og Millos hús, söfnuðust nú saman, fóru og hylltu Abimelek til kóngs hjá lundi þeim, er stendur hjá Sikem.7En sem Jótam hafði frá þessu sagt verið, fór hann upp á hæstu nípu fjallsins Grísim, hóf upp sína röddu og hrópaði, og sagði til þeirra: heyrið mig þér menn í Sikem, svo Guð heyri yður!8Einu sinni fóru trén að taka konung yfir sig, og þau sögðu til viðsmjörstrésins: vertu vor kóngur!9Viðsmjörstréð svaraði: skal eg yfirgefa minn feitleika, með hvörjum heiður skal veitast bæði Guði og mönnum, og fara til að sveima uppi yfir trjánum.10Þá sögðu trén til fíkjutrésins: kom þú og vertú vor kóngur!11en fíkjutréð svaraði þeim: skal eg yfirgefa minn sætleika og minn hinn góða ávöxt og fara til að sveima uppi yfir trjánum?12Síðan sögðu trén til víntrésins: kom þú og vertú vor kóngur!13en víntréð sagði til þeirra: skyldi eg yfirgefa minn vökva, sem gleður bæði Guð og menn og fara að sveima yfir trjánum?14Loksins sögðu öll trén til þyrnibúsksins: kom þú og vertú vor kóngur!15En þyrnibúskurinn svaraði trjánum: ef það er alvara yðar að vilja hylla mig til kóngs yfir yður, þá komið og skýlið yður undir mínum skugga, en ef þið viljið það ekki, þá skal eldur koma út af þyrnibúskinum og eyða sedrustrjánum á Líbanon.16Nú ef þér hafið sýnt trúskap og hreinskilni í því að gjöra Abímelek að kóngi, og ef þér hafið (með því) gjört vel við Jerúb-Baal og hans hús, og breytt við hann, eftir sem hann hafði af yður tilunnið;17þar eð faðir minn háði stríð yðar vegna, og setti líf sitt í hættu til að frelsa yður frá Midianítanna hendi;18en þér hafið (þó) í dag reist yður upp á móti míns föðurs húsi, og slegið í hel sonu hans, sjötíu að tölu, á einum steini, og hafið gjört Abímelek, hans ambáttarson að kóngi yfir fólkinu í Sikem, af því hann er yðar skyldmenni (bróðir);19og ef þér hafið (segi eg með þessu) breytt með trúskap og hreinskilni við Jerúb-Baal og við hans hús á þessum degi, þá látið yður þykja vænt um Abímelek, og honum þyki vænt um yður;20en ef ekki er svo, þá gangi eldur út frá Abímelek og eyðileggi fólkið í Sikem og húsið Millo! gangi þar ogsvo eldur út frá fólkinu í Sikem og frá húsi Millo, og eyðileggi Abímelek.21Eftir þetta flúði Jótam, og bjó þar á laun við bróður sinn Abímelek.
22En Abímelek drottnaði yfir Ísrael í þrjú ár.23Síðan sendi Guð sundurlyndisanda millum Abímeleks og (innbyggjaranna) í Sikem; því þeir í Sikem rufu tryggðir við Abimelek;24til þess að það ofbeldi, sem hann sýnt hafði þeim sjötíu sonum Jerúb-Baals, og þeirra blóð skyldi (til hefndar) koma og falla yfir Abímelek þeirra bróður, sem hafði þá í hel slegið, og yfir þá í Sikem, sem höfðu veitt honum styrk til að slá í hel bræður sína.25Þess vegna settu Sikemítar launsátur hæst á fjöllum uppi, sem ræna skyldi alla, sem færu þar farinn veg hjá þeim, og þetta var Abímelek til kynna gefið.26Þá kom Gaal Ebeðsson, og bræður hans, og þeir fóru til Síkem, og innbyggjararnir í Síkem reiddu sig á hann.27Og þeir fóru út á mörkina, og söfnuðu berjum af sínum vínviði, pressuðu þau og höfðu dansleik; síðan fóru þeir í hús afguða sinna, átu þar og drukku og bannsungu Abímelek.28Og Gaal Ebeðsson sagði: hvör er Abímelek, og hvör er Síkem, að vér skulum hans þjónar vera? er hann ekki Jerúb-Baalssonur, og Sebúl hans höfuðsmaður? þjónið heldur mönnum Hemors föður Síkems! og því skulum vér þjóna honum?29Eg vildi að fólk þetta vildi gefa sig undir mína hönd, þá skyldi eg (sannlega) burtrýma Abímelek. Þetta var síðan sagt Abímelek, og að hann skyldi auka herlið sitt og draga út.30Því þegar Sebúl höfuðsmaður staðarins, hafði heyrt Gaals Ebeðssonar orð, fylltist hann reiði, og sendi boð á laun til Abímeleks,31og lét segja honum: sjá! Gaal Ebeðsson og bræður hans eru komnir til Sikem, og uppæsa staðinn á móti þér.32Tak þig þess vegna upp um nótt, ásamt því fólki, sem hjá þér er, og ligg í launsátri á mörkinni.33Og að morgni tak þig árdegis upp um sólaruppkomu, og fall yfir staðinn; og síðan þegar hann, og það fólk, sem með honum er, fer út á móti þér, þá gjörðu við það, eftir sem þú orkar.34Og Abímelek fór af stað um næturtíma, og allt það fólk, sem með honum var, og settist í launsátur um Síkem í fjórum fylkingum.35Og Gaal sonur Ebeðs fór út, og stóð fyrir dyrum staðar portsins; en Abímelek reis upp og það fólk, sem með honum var úr launsátrinu.36En sem Gaal sá fólkið, sagði hann til Sebúl: sjá! þar kemur fólk ofan af fjallahæðunum; þá sagði Sebúl til hans: þér sýnist fjallaskugginn vera fólk.37Og Gaal talaði það sama í annað sinn og sagði: sjá! þar kemur fólk mitt niður af landinu; og einn hópur kemur frá vegi þeim, sem liggur að spásagnaralundinum.38Þá sagði Sebúl til hans: hvar er nú munnur þinn með hvörjum þú sagðir: hvör er Abímelek, að vér séum hans þjónar? er ekki þetta fólk það sem þú forsmáðir? láttu nú sjá, farðu út og berstú við það.39Svo fór þá Gaal út sem fyrirliði þeirra Sikemíta, og barðist við Abímelek.40Og Abímelek sótti (svo hart) á hann, að hann flýði fyrir honum, og þar féll fjöldi manns í hel sleginn, allt að portsins dyrum.41Abímelek sat síðan í Arúma; en Sebúl útrak Gaal og hans bræður, svo þeir fengu ekki að búa í Síkem.42Síðan skeði það næsta dag að fólkið fór út á mörkina, og það var gefið Abímelek til kynna.43Þá tók hann lið sitt og skipti því í þrjá hópa og sat í launsátri á mörkinni, og þegar hann sá að fólkið gekk út af borginni, tók hann sig upp á móti því, og rak það á flótta.44Því Abímelek, og sá af hópunum, sem með honum var, yfirféll það, og setti sig fyrir dyrnar á staðarins porti; en hinir hóparnir tveir yfirféllu alla þá sem út á mörkinni vóru og (unnu) þá.
45Þá herjaði Abímelek upp á staðinn, allan þann sama dag, og inntók hann, og sló í hel fólkið, sem þar var inni. Síðan braut hann staðinn niður í grunn og sáði yfir hann salti.46Þegar nú allir þeir menn, sem vóru í Síkemskastala, heyrðu þetta, gengu þeir inn í festingu þá, sem var við hof guðsins Berit;47en sem það var tilkynna gefið Abímelek, að allir mennirnir úr kastalanum í Síkem hefðu safnast (þangað),48þá gekk Abímelek upp á fjallið Salmon, hann og allt fólkið sem með honum var; og Abímelek tók exi í hönd sér, og hjó eina grein af trjánum, lyfti henni upp, og lagði á herðar sér, og sagði til fólksins, sem hjá honum var: það sem þið sáuð að eg gjörði, þá flýtið yður nú og gjörið það sama.49Þá hjó allt fólkið líka hvör sína grein, fylgdi Abímelek, og bar viðinn upp að turninum og lögðu eld í hann með þessu, svo að allir menn í kastalanum Sikem dóu, hér um þúsund karla og kvenna.50Síðan fór Abímelek til Tebes, setti herbúðir um kring borgina, og tók hana.51En þar var sterkur kastali mitt í staðnum, þangað flýðu allir karlar og konur, já allt fólkið í staðnum, og læsti eftir sér, og síðan stigu þeir upp á þakið á kastalanum.52Þá kom Abímelek að (kastalanum), og herjaði á hann; því hann vildi brenna hann upp með eldi.53En kvinna nokkur kastaði kvarnarsteinsbroti í höfuð Abímeleks og sundurbraut hans hausskel.54Þá hrópaði hann hastarlega til eins ungs manns, sem var hans skjaldsveinn og sagði til hans: drag sverð þitt út, og dreptú mig, svo menn segi ekki um mig: kona sló hann í hel, og þá lagði (þessi) sveinn hans hann í gegn, svo hann deyði.55Nú sem Ísraelítarnir sáu að Abímelek var dauður, gekk hvör einn (í burtu) til síns heimilis.56Svo lét þá Guð Abímeleks illsku koma aftur yfir hann, fyrir það hann hafði svo breytt við sinn föður, þegar hann sló í hel sína sjötíu bræður.57Og eins lét Guð alla Sikemsmanna vonsku koma þeim í koll, so að Jótams Jerúb-Baalssonar óbænir hrinu á þeim.

V. 1. Dóm. 8,31. V. 2. Hold og bein, það er: yðar ættingi og landsmaður. V. 4. 70 silfurs; hvört hér eiga að skiljast 70 pund eður siklar er óvíst, eins og 1 Mós. 20,16. Landhlaupara sjá 2 Kron. 13,7. V. 5. 2 Kóng. 10,7. 11,3. V. 6. 2 Sam. 5,9. 1 Mós. 12,6. 35,4. Jós. 24,25.26. V. 7. Jós. 8,33. V. 9. Heiður sk. v. af því olía var brúkuð bæði við fórnir, og smurningar til embætta. Sveima hebr. að reika (um kring, til umsjónar sem stjórnari). V. 13. Sálm. 104,15. V. 14. 2 Kóng. 14,9. V. 15. Sálm. 58,10. Ez. 19,14. V. 17. Dóm. 5,18. 12,3. V. 21. 4 Mós. 21,16. V. 24. Matth. 23,35. 27,28. V. 25. Jós. 8,2. V. 28. 1 Mós. 34,2. V. 33. 1 Sam. 10,7. V. 43. Dóm. 20,29. V. 45. Salti; það var merki fullkomnustu eyðileggingar. V. 48. Dóm. 7,17. V. 53. 2 Sam. 11,21. V. 54. 1 Sam. 31,4. V. 56. Dóm. 1,7. Jer. 50,29. Op. 18,6. V. 57. Dóm. 9,20.