Útlendar þjóðir, kallaðar Magog, áttu einhvörn tíma að brjótast inn í Ísraelsland með óvígan her undir herstjórn Gogs, 1–17; eyðilegging þeirra, 18–23.

1Drottinn talaði til mín svolátandi orðum:2þú mannsins son, snú þér í móti Gog í Magogslandi, þeim æðsta höfðingja yfir Meseks- og Túbalsmönnum, og spá í móti honum,3og seg: Svo segir Drottinn alvaldur: sjá, eg rís í móti þér, Gog, þú æðsti höfðingi Meseks og Túbalsmanna;4eg skal stýra þér, leggja bitil í munn þér, og leiða þig út með öllu þínu herliði, hestum og riddurum, öllum með alvepni, miklum mannfjölda, með skjöldu og buklara, og skulu allir hafa sverð í höndum sér:5í för með þeim eru Persar, Blálendingar og Mórlendingar, allir með búklurum og hjálmum;6Simmeríar og allir þeirra herskarar, Armeníar frá þeim nyrstu löndum og allir herflokkar þeirra; margar þjóðir hefir þú í för með þér.7Bú þig út, og haf þig til taks, þú og allur þinn mannfjöldi, sem þú hefir að þér dregið, og vert höfuðsmaður þeirra18Þú skalt vera foringi liðsins í langa tíma, en á síðustu árunum skaltu fara inn í það landið, sem frelsað er undan sverðinu, hvörs innbúar eru samansafnaðir frá mörgum þjóðum, til Ísraelsfjalla, sem lengi höfðu í eyði legið, hvörs innbúar eru útleiddir frá þjóðunum og búa þar allir í friði.9Þú skalt brjótast fram, og koma eins og stormbylur; þú og allir þínir herflokkar, og mannfjöldinn, sem með þér er, skal hylja landið eins og skýmokkur.10Svo segir Drottinn alvaldur: á þeim degi munu hugsanir upp renna í þínu hjarta, og þú munt hafa illa fyrirætlan með höndum;11þú munt segja: eg vil brjótast inn í þetta land, sem liggur opið og öndvert fyrir mér, vaða þar upp á landsmenn, sem búa í friði óhultir, án þess nokkur þeirra hafi múrveggi, slagbranda eða borgarhlið;12svo þú megir fara þar með rán og rifs, og leggja aftur hendur á nýuppbyggða eyðistaði, og á þá þjóð, sem samansöfnuð er úr ýmsum löndum, og hefir nú aflað sér búfjár og eigna, og býr á hálendinu.13Seba og Dedan, verslunarmenn Tarsisborgar og víkingar a) þeirra munu segja til þín: ertu kominn til að ræna? hefir þú dregið saman liðsafla þinn til að afla herfangs, raka saman gulli og silfri, flytja burt búfé og gripi, og fremja mikinn herskap?14Þar fyrir spá þú, mannsins son, og seg við Gog: Svo segir Drottinn alvaldur:15þú vilt vita, hvönær mitt fólk, Ísraelsmenn, uggir ekki að sér; þá ætlarðu að koma frá stöðvum þínum, frá þeim nyrstu landsálfum, þú og margar þjóðir með þér, allar ríðandi á hestum, mikill herskari og fjölmennur liðstyrkur;16þá ætlarðu að vaða upp á mitt fólk, Ísraelsmenn, og hylja landið sem skýmokkur. Þetta mun verða á síðustu dögunum; þá vil eg leiða þig inn í mitt land, til þess að heiðingjarnir læri að þekkja mig, þegar eg auglýsi minn heilagleik á þér, Gog, í augsýn þeirra.17Svo segir Drottinn alvaldur: ertú ekki sá, um hvörn eg hefi talað í fornöld fyrir munn þjóna minna, Ísraels spámanna, sem á þeim dögum spáðu um þau ár, þá eg mundi leiða þig móti þeim?
18Á þeim degi er Gog fer móti Ísraelslandi, þá skal—segir Drottinn alvaldur—mín heiftarreiði upptendrast;19í minni vandlætingu, í minni brennandi reiði tala eg: sannarlega skal á þeim degi verða stór skelfing í Ísraelslandi:20fyrir mínu augliti skulu skjálfa fiskar sjávarins, fuglar himinsins, dýr skógarins, öll skriðkvikindi jarðar, og allir menn, sem á jarðríki búa; fjöllin skulu kollvarpast, brattir hamrar hrynja, og hvör múrveggur til jarðar falla.21Eg vil kalla til vopna móti honum á öllum mínum fjöllum, segir Drottinn alvaldur, svo hvört sverðið skal reka sig á annað;22eg vil halda dóm yfir honum með drepsótt og blóðsúthellingu: steypihríðum, haglsteinum, eldi og brennusteini vil eg rigna láta yfir hann og herflokka hans og yfir þann mikla mannfjölda, sem með honum er.23Eg vil auglýsa mig dýrðlegan og heilagan, og gjöra mig alkunnan í augsýn margra heiðingja, svo að þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn.

V. 13. a. Eða ungir kappar og herdrengir; á hebr. ljónskálfar.