Jesús læknar marga sjúka; kallar til sín þá 12 postula, talar um synd á móti heilögum Anda; kennir hvör að sé hans móðir og hvörjir hans bræður.

1Í öðru sinni kom hann í samkunduhúsið, og var þar sá maður, er visna hönd hafði;
2þá höfðu þeir auga á honum, hvört hann mundi lækna þann mann á hvíldardegi, svo þeir gætu áklagað hann.3Þá sagði Jesús við manninn, er visnu höndina hafði: stattu á fætur og láttú sjá þig!4þá sagði hann til þeirra: hvört er sæmra á hvíldardögum, að gjöra gott eður illt, gefa líf eður svipta því? en þeir svöruðu engu.5Þá litaðist hann um með reiðisvip, og varð hryggur yfir harðúð þeirra; síðan segir hann við manninn: réttu fram hönd þína! hann gjörði það og varð hún þá heil.6Þá gengu farísear út, og báru strax saman ráð sín á móti honum, við menn Heródesar konungs, hvörninn þeir fengi hann af dögum ráðinn.7Jesús fór þá ásamt lærisveinum sínum til sjóar, og fylgdi honum þá margt fólk úr Galíleulandi, og Júdalandi,8úr Jerúsalem, úr Ídúmea og úr héröðum hinumegin Jórdanar; líka kom margt fólk til hans, er bjó í grennd við Týrus og Sídon, sem heyrt hafði um hans kraftaverk.9Þá bauð hann lærisveinum sínum að hafa sér skip búið, svo fólksfjöldinn skyldi ekki þröngva honum;10því sökum þess, að hann læknaði marga, þá flykktust að honum allir þeir, er sjúkir voru, svo þeir næðu að snerta hann;11líka féllu þeir, er haldnir vóru af óhreinum öndum, fram fyrir honum, undir eins og þeir sáu hann, æptu og sögðu: þú ert sonur Guðs;12en hann bannaði þeim harðlega að segja frá, hvör hann væri.13Síðan fór hann upp á eitt fjall, og kallaði til sín þá, er hann sjálfur vildi, og komu þeir til hans.14Þá tilsetti hann tólf er vera skyldu með honum, og til að senda þá frá sér til að flytja hans kenningu;15þeir áttu og að hafa kraft til að lækna sjúkdóma og reka djöfla út.16Þessir voru: Símon, hvörn hann kallaði Pétur;
17þeir bræður Jakob og Jóhannes, synir Sebedeusar, þá kallaði hann Boanerges, það er: þrumendur:18Andrés og Filippus og Bartólómeus og Matteus og Tómas og Jakob Alfeusarson og Taddeus og Símon vandlætari,19og Júdas frá Karíot, hvör eð sveik hann.
20Þegar þeir voru komnir til herbergis, þá safnaðist þangað að nýju svo mikill fjöldi fólks, að þeir gátu ekki fengið sér matar.21Og sem náungar hans heyrðu það, fóru þeir og vildu ná honum út, því þeir sögðu hann væri frá sér.22En þeir skriftlærðu, er komnir voru ofan frá Jerúsalem, sögðu Belsebub vera í honum, og að hann ræki djöfla út með fulltingi djöflahöfðingjans.23Jesús kallaði þá til sín, og talaði til þeirra í eftirlíkingum: hvörninn getur Satan rekið Satan út?24og hvört það ríki, sem innbyrðis sundurlyndi er í, fær ekki staðist,25og hvört það hús, hvar innbyrðis ósamlyndi er, það hús mun ekki geta staðist;26ef nú Satan er upp í móti sjálfum sér, og er við sjálfan sig ósamþykkur, fær hann ekki staðist, heldur er útgjört um hann.27Enginn getur brotist inn í hús ens sterka og rænt föngum hans, nema hann taki áður þann sterka til banda; þá fyrst getur hann rænt hús hans.28Sannlega segi eg yður: að alls kyns syndir, og jafnvel guðlastanir, kunna mönnunum fyrirgefnar að verða;29en sá, sem talar lastmæli gegn heilögum Anda, mun eigi að eilífu aflát fá, heldur mun hann vinna til eilífs dómsáfellis.30(Því þeir höfðu sagt: að óhreinn andi væri í honum).
31Nú kom móðir hans og bræður, stóðu fyrir dyrum úti og sendu honum orð að koma.32En fólkið sat allt í kringum hann; þá var honum sagt, að móðir hans og bræður stæðu úti og vildu finna hann;33þá svaraði hann þeim: hvör er móðir mín eður bræður mínir?34Og sem hann hafði rennt augunum yfir þá er í kringum hann sátu, sagði hann: sjá! þar er mín móðir og mínir bræður;35því hvör hann gjörir vilja Guðs, hann er minn bróðir, mín systir og móðir.

V. 1–6. Matt. 12,9–14. Lúk. 6,6–11. V. 7–12. sbr. Lúk. 6,17–19. V. 13–19, sbr. Lúk. 6,12–16. (Matt. 10,1–4). V. 20–30. sbr. Matth. 12,24–32. Lúk. 11,15–23. 12,10. sbr. Jóh. 8,48. V. 31–35. sbr. Matth. 12,46–50. Lúk. 8,19–21.