Vitnisburður sögunnar um spekina.

1Hún (spekin) varðveitti þann fyrst skapaða föður heimsins, sem einn var skapaður, og bjargaði honum frá hans yfirtroðslu,2og gaf honum kraft til að drottna yfir öllu.3En frá henni féll sá rangláti í sinni reiði og tortíndist ásamt í bróðurmorðsgeðinu.4Spekin frelsaði aftur þá, sakir hans, yfirflæddu jörð, sú sem stýrði þeim réttvísa á lítilsverðu tré, um bylgjurnar.5Hún fann líka þann réttláta (Abraham) og varðveitti hann óstraffanlegan fyrir Guði, þegar fólkið var truflað orðið af vonskunni, og verndaði hann styrkvan, þó hann elskaði innilega barn sitt.6Hún bjargaði þeim réttláta þegar þeir guðlausu fyrirfórust, að hann umflúði eldinn, sem féll yfir þá fimm staði,7auðnin þar, til vitnisburðar illskunnar, heldur áfram að rjúka, og plönturnar bera ávöxt sem aldrei þróast. Minnisstólpi einnar vantrúaðrar, stendur þar saltstólpinn þar.8Því þar eð þeir forsmáðu spekina, höfðu þeir ei einasta þann skaða að þekkja ekki hið góða, heldur eftirskildu þeim lifandi minnismerki sinnar fásinnu, svo þeir skyldu ei felast í sinni villu.9En spekin frelsaði þá sem henni þjónuðu úr þrautum.10Hún leiddi þann réttláta, sem flúði fyrir reiði bróður síns, á beinum vegum, sýndi honum Guðs ríki og gaf honum þekking á heilögum hlutum; gjörði hann auðugan af vinnu, og blessaði hans erfiði.11Þegar þeir ásælnu þröngvuðu honum, stóð hún hjá honum, og auðgaði hann.12Hún varðveitti hann fyrir óvinum, gjörði hann óhultan fyrir þeim sem sátu um hann, og gaf honum sigur í hörðu stríði, svo hann skyldi kannast við, að guðrækni er öflugri enn allt.
13Hún yfirgaf ekki þann selda réttláta, heldur varðveitti hann frá synd. Hún fór með honum í myrkvastofuna,14og í böndunum yfirgaf hún hann ekki, þangað til hún færði honum veldisspíru kóngsríkisins og vald yfir þeim sem hann undirþrykktu. Hún lét þá verða lygara, sem ákærðu hann, og veitti honum eilífan orðstír.15Hún leysti heilagt fólk og óstraffanlega ætt, frá þjóð undirþrykkjaranna.16Hún kom í sál guðsþénara, og veitti óttalegum kóngi mótstöðu með undrum og teiknum.17Hún gaf laun þeim heilögu fyrir þeirra þraut, leiddi þá um undarlega vegi, og var þeim vörn um daga og stjörnulogi á nóttum.18Hún flutti þá yfir Rauðahafið, og leiddi þá gegnum mikil vötn.19En þeirra óvinum drekkti hún og kastaði þeim á land úr dýpt afgrunnsins (sjávarins).20Því rændu réttlátir þá guðlausu og vegsömuðu Drottin, með lofsöngum þitt heilaga nafn, og hrósuðu einhuga þinni styrku hönd.21Því spekin opnaði munn þeirra mállausu, og gjörði tungur ungbarna málsnjallar.