Sama efni.

1En, nú hlæja þeir að mér, sem eru yngri en eg, hvörra feður, eg áleit ekki verðuga til að setja þá yfir mína fjárhunda.2Já! hvar til mundi kraftur þeirra handa gagna mér? hann var af elli hjá þeim farinn.3Örmagna af hungri og skorti flýja þeir á þurra staði til þeirrar dimmu og óbyggðu eyðimerkur.4Þeir uppklippa a) mölvu hjá runnunum, og einirberjaviðarins rætur eru þeirra fæða.5Þeir eru útflæmdir úr mannasambúð, menn hrópa eftir þeim eins og eftir þjóf.6Þeir búa í giljum í dölunum, í hellrum jarðar og klettaskorum.7Mitt í runnunum rymja þeir, meðal þistlanna samansafnast þeir.8Guðlausra, já ærulausra synir eru þeir, útreknir úr landinu9og þessara háðvísa er eg orðinn, eg em orðinn þeirra umtalsefni.10Þá stuggar við mér, þeir koma ekki nærri mér; þeir hika ekki við að hrækja á mig.11Þeir hafa kastað taumnum, og auðmýkja mig; þeir hafa sleppt beislinu, þó eg horfi á þá.12Mér til hægri handar vex upp það unga hyski. Það hrindir mínum fótum áfram og leggur fordjörfunarinnar braut að mér.13Þeir upprífa mína stétt; þeir styðja að minni byltu. Enginn aðstoðar mig.14Þeir brjótast inn að mér eins og gegnum vítt skarð, með eyðilegging veltast þeir áfram.15Skelfingar snúast móti mér; þær ásækja minn verðugleika sem stormviðri, eins og ský er mín gæfa horfin.16Því úthellist nú mín sál í tárum. Eymdanna dagar hitta mig.17Nóttin gagnborar mín bein, og þeir sem plága mig, hvílast ekki.18Sjúkdómurinn er, vegna síns ákafa, orðinn minn b) klæðnaður, hann umgirðir mig sem hálsmál míns kyrtils.
19Hann hefir kastað mér niður í saurinn, og eg líkist dufti og ösku.20Eg kalla til þín, en þú svarar ekki; eg stend frammi fyrir þér, en þú gefur mér engan gaum.21Þú ert orðinn grimmur við mig, með styrk þinnar handar ásækir þú mig.22Þú lyftir mér upp, rykkir mér burt með stormi, og bræðir allan minn kraft;23því eg veit þú leiðir mig til dauðans, til samkomustaðar allra þeirra sem lifa.24Ætla bænin áorki engu, þá hann útréttir sína hönd? ætla það sé til einkis að kalla til hans, þá hann fordjarfar?25Grét eg ekki með þeim sem urðu á hörðu að kenna? aumkaði mín sál ekki fátæklinginn?26Og samt, þegar eg bjóst við góðu, kom hið illa, og þegar eg vænti ljóssins, þá kom myrkrið.27Mín innyfli sjóða án afláts. Eymdanna dagar hafa komið yfir mig sviplega.28Svartur geng eg um kring, þó ekki af sólinni. Standandi á samkomunni verð eg að kvarta og kveina.29Eg em orðinn höggorma bróðir og strútsfuglanna félagi (sem helst lifa afsíðis).30Mín gjörvöll húð er orðin svört, og mín bein eyðast af hita.31Mín harpa er orðin harmaklögun og mitt hljóðfæri hryggðartón.

V. 4. a. Jurt eða jurtarrót. V. 18. b. Holdsveiki hefir gjört allan minn líkama að flatsæri.