Jesús er ypparsti prestur á himni og miðill þess nýja sáttmála, því sá eldri er afmáður.

1Höfuð innihald þess, sem sagt hefir verið, er þetta: vér höfum þann ypparsta prest, er situr hægramegin við hásæti þess almáttuga á himnum.2Og sem er prestur helgidómsins og þeirrar sömu tjaldbúðar, hvörja Guð sjálfur hefir reist, en enginn maður.3Því hvör ypparsti prestur er til þess settur að frambera gáfur og fórnir, því verður þessi svo og að hafa það, er hann frambera kunni.4Því hefði hann verið jarðneskur prestur, þá hefði hann ekki kunnað prestur að vera þar, sem þar eru aðrir prestar fyrir, sem færa fórnir eftir lögunum;5þessir fremja guðsþjónustuna í því musteri, hvört að er eftirmynd og skuggi þess himneska, eins og Mósi var boðið þá hann skyldi fullgjöra tjaldbúðina: gef gætur að, stendur þar, að þú gjörir allt eftir munstri því, sem þér var sýnt á fjallinu.6En nú hefir hann fengið þeim mun ypparlegra kennimannsembætti, sem sáttmáli sá er ypparlegri, sökum þess hann er grundvallaður á betri fyrirheitum.7Því hefði sá fyrri sáttmáli verið óaðfinnanlegur, þá hefði ekki eins annars viðþurft.8En nú ávítar Guð þá segjandi: sjá! þeir dagar munu koma, segir Drottinn, þá eg vil semja nýjan sáttmála við Ísraels ætt og Júdæ ætt,9ekki líkan þeim sáttmála, er eg gjörði við forfeður þeirra á þeim degi, þá eg tók í hönd þeirra, til þess að leiða þá út af Egyptalandi, því vegna þess þeir héldu ekki minn sáttmála, þá yfirgaf eg þá, segir Drottinn.10En sáttmáli sá, er eg hér eftir mun semja við Ísraels fólk, skal vera á þá leið, segir Drottinn, að eg mun inngefa mitt lögmál í þeirra hugskot og grafa það á þeirra hjörtu og eg skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mitt fólk,11og þá mun ekki hvör landi og bróðir þurfa að áminna annan segjandi: þekktu Drottin, því allir skulu þekkja mig frá þeim minnsta þeirra á meðal til þess mesta.12Því eg mun vera vægur við þeirra yfirtroðslu og ekki framar minnast synda þeirra og boðorða brota.13Með því að kalla þetta nýjan sáttmála, hefir hann því lýst, að sá fyrri sé úr gildi genginn, en það, sem gamalt er og fornt, er því nálægt að líða undir lok.

V. 1. Kap. 1,3.13. Kól. 3,1. V. 2. Kap. 9,8.11.24. 10,20.21. V. 3. Kap. 5,1. Efes. 5,2. V. 5. Kól. 2,17. Hebr. 10,1. 2 Mós. b. 25,10. V. 6. Kap. 7,22. 2 Kor. 3,6. V. 8. Jer. 31,31. fl. 33,14. V. 9. 2 Mós. b. 19,5. fl. V. 10. Jer. 24,7. Sak. 8,8. V. 11. Esa. 54,13. Jóh. 6,45. Jerem. 31,34.