Lofgjörð Guðs dásemda í náttúrunni, og hans lögmáls.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs.2Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa.3Einn dagurinn kennir öðrum þetta tal og ein nóttin kunngjörir annarri þessa auglýsingu.4Ekkert tal og ekkert orð, að menn ekki skilji þeirra raust.5Yfir alla jörðina er þeirra hljómur útgenginn, og þeirra tal til jarðríkisins enda, þar sem hann á himninum reisti sólinni tjald,6og þessi framgengur sem brúðgumi úr sínu brúðarherbergi, hún gleður sig við það sem hetja, að hlaupa sína leið.7Hennar uppganga er við himinsins annan enda, og rás hennar varir til hins endans, og ekkert felst fyrir hennar heita geisla.8Drottins lög eru fullkomin, og endurnæra sálina; Drottins vitnisburður er áreiðanlegur, hann gjörir þann fávísa hygginn.9Drottins boðorð eru rétt, þau gleðja hjartað. Drottins skipun er ljós, hún upplýsir augun.10Drottins dýrkun er hrein, hún varir eilíflega. Drottins dómar eru sannleiki, þeir eru allir saman réttvísir,11þeir eru dýrmætari en gull, já, heldur en það skírasta gull, og sætari en hunang og hunangsseimur.12Þeir bentu þínum þénara, sá sem þá varðveitir hann, hefur mikil laun.13En hvör veit hvað oft honum yfirsést? frá mínum heimuglegu brestum hreinsa þú mig!14Varðveittu og þinn þjón frá drambsemi, að hún ekki drottni yfir mér, þá verð eg saklaus og frí frá stórum yfirtroðslum.15Lát þér þóknast orðræður míns munns, og málið míns hjarta, Drottinn, mitt bjarg og minn Endurlausnari!