Ennframar um Elía.

1Og Akab sagði Jesabel frá öllu sem Elía hafði gjört; hvörsu hann hafði deytt spámennina með sverði.2Þá sendi Jesabel sendimann til Elía og lét segja honum: Guðirnir gjöri mér það og ennfremur f), ef eg ekki á morgun gjöri þitt líf jafnt lífi sérhvörs þeirra, nl: Baals spámanna.3En sem hann heyrði það, bjóst hann til ferðar og gekk af stað til að forða lífi sínu, og kom til Bersaba, sem tilheyrir Júda, og lét sinn þénara vera þar eftir;4en hann fór eina dagleið út á eyðimörkina, kom þar sem var hrísrunni og settist þar undir, og óskaði sér dauðans og mælti: nóg er (komið)! tak þú nú Drottinn líf mitt; eg er ekki meiri en mínir feður.5Og hann lagði sig fyrir undir hrísrunnanum og sofnaði. Og sjá! engill snart hann og mælti við hann: statt upp og et!6Og hann leit upp, og sjá! við höfðalag hans var kaka, bökuð á heitum steinum og vatnskrús. Og hann át og drakk og lagðist fyrir aftur.7Og engill Drottins kom aftur í annað sinn, snart við honum og mælti: statt upp og et! því þú átt langa leið fyrir hendi.8Og hann stóð upp og át og drakk, og gekk í krafti sömu fæðu, 40 daga og 40 nætur g), allt til Guðs fjalls Horeb.9Og hann gekk í hellir og var þar um nóttina; og sjá! orð Drottins kom til hans svolátandi: hvað aðhefst þú hér Elía?10Og hann mælti: vandlætt hefi eg a) fyrir Drottin, Guð allsherjar; því Ísraels synir hafa yfirgefið þinn sáttmála, þín ölturu hafa þeir niðurrifið, og deytt þína spámenn með sverði og eg er einn eftir orðinn, og þeir sitja um líf mitt.11Og hann svaraði: far þú héðan og gakk upp á fjallið fram fyrir Drottin! og sjá! Drottinn fór framhjá b) og á undan honum mikill og sterkur stormur, sem sundurtætti fjallið og sundurmolaði klettana—Drottinn var ekki í storminum.12Og eftir storminn jarðskjálfti—ekki var Drottinn í jarðskjálftanum. Og eftir jarðskjálftann eldur—ekki var Drottinn í eldinum, en eftir eldinn kom hægur og blíður vindblær c).13Og það skeði þá Elía heyrði það, að hann byrgði sitt andlit d) með sínum möttli og gekk út fram í hellirsmynnið. Og sjá! kom raust til hans og mælti: hvað aðhefst þú hér Elía?14Og hann svaraði: vandlætt hefi eg e) fyrir Drottinn Guð allsherjar; því Ísraelssynir hafa yfirgefið þinn sáttmála, þín ölturu hafa þeir niðurrifið, og þína spámenn hafa þeir deytt með sverði, og eg er einn eftir orðinn, og mitt líf umsitja þeir.15Og Drottinn sagði við hann: far þú nú sama veg til baka um eyðimörkina f) til Damaskus, og gakk inn í staðinn og smyr Hasael til kóngs yfir Sýrland.16En Jehu son Nimsi g) skaltú smyrja til kóngs yfir Ísrael, og Elisa son Safats frá Abel-Mehola til spámanns í þinn stað.17Og það mun ske, að hvör sem kemst undan Hasaels sverði, þann skal Jehu deyða; og hvör sem kemst undan Jehus sverði, þann skal Elísa deyða.18Og eg læt eftir verða í Ísrael 7 þúsundir, öll kné sem ekki hafa beygt sig fyrir Baal, og sérhvörn munn sem ekki hefir kysst hann.
19Svo fór hann þaðan og fann Elísa son Safats þar hann plægði með 12 pörum akneyta, og hann var með tólfta parinu. Þá gekk Elía til hans, og kastaði sínum möttli yfir hann.20Þá yfirgaf hann akneytin, og hljóp eftir Elía og mælti: leyfðu mér þó að kyssa föður minn og móður mína h), svo vil eg fara með þér. Og Elía sagði til hans: far þú, kom aftur! því hvað hefi eg þér gjört?21Svo gekk hann frá honum aftur, tók eitt par af akneytunum, offraði þeim, og sauð kjötið við okið af akneytunum, og gaf fólkinu það, og þeir snæddu. Eftir það stóð hann upp, fylgdi Elía, og þjónaði honum.

V. 8. g. Ex. 24,18. 34,28. V. 10. a. 2 Kóng. 10,16. V. 11. b. Ex. 33,32. V. 12. c. Job. 4,16. V. 13. d. Ex. 3,6. V. 14. e. 2 Kóng. 10,16. Sálm. 69,10. V. 15. f. 2 Kóng. 8,13. V. 16. g. 2 Kóng. 9,2.3. V. 18. Róm. 11,4. V. 20. h. Lúc. 9,61.