Bóas lofar að ekta Rut.

1Og Noomi hennar tengdamóðir sagði til hennar: mín dóttir! má eg þér ekki hvíldar leita að þér vegni vel *)?2Og heyrðu nú! er ekki Bóas okkur tengdur hjá hvörs þernum þú hefir verið? sjá! hann kastar á þessari nótt bygginu svo það hreinsist í sínum láfagarði.3Þvoðu þér nú, og smyr þú þig, og farðu í þína skikkju og gakk í láfagarðinn, og láttu ekki manninn verða varan við þig fyrri, enn hann hefir etið og drukkið,4og þegar hann leggst niður, og gakk þú þar að, og taktu upp fötin til fóta og leggstu þar, en hann mun segja þér hvað þú skalt gjöra.5Og hún sagði til hennar: allt, sem þú segir mér, það vil eg gjöra.
6Og svo gekk hún í láfagarðinn og gjörði eins og tengdamóðir hennar bauð henni.7Og þegar Bóas hafði etið og drukkið og hans hjarta var orðið glaðlegt, fór hann að leggja sig til svefns við kornhrúgunnar enda; þá kom hún léttfætt, fletti upp fötunum til fóta hans, og lagði sig.8Og það skeði um miðnætti, þá varð manninum bilt við og hann beygði sig þangað, og sjá! kvenmaður lá til fóta hans,9og hann mælti: hvör ert þú? og hún svaraði: eg em Rut, þín þerna, breið þína ábreiðu yfir þína þernu; því þú átt hana að innleysa!10og hann sagði: blessuð sért þú af Drottni, mín dóttir! þú hefir betur sýnt elsku þína seinast en fyrst, að þú fórst ekki að elska ungu mennina, fátæka eða ríka,11og nú mín dóttir, vertu óhrædd! allt hvað þú segir vil eg við þig gjöra, því allt fólk í minni borg veit að þú ert væn kona.12Og nú sannarlega á eg að innleysa þig, þó er annar til sem það stendur nær, heldur enn mér.13Vertu (hér) í nótt og á morgun, vilji maðurinn innleysa þig, svo vel og gott, hann má það; en vilji hann það ekki, þá skal eg, svo sannarlega sem Drottinn lifir, innleysa þig! legg þig nú þangað til á morgun.
14Og svo lá hún til fóta hans til morguns; þá stóð hún upp, áður en einn þekkti annan, og hann sagði: það skal ekki spyrjast að kona hafi komið í láfagarðinn.15Og hann sagði: kom þú með skikkjuna sem þú ert í, og haltu henni út! og hún gjörði svo, og hann mældi henni 6 mælira byggs, og lyfti á hana og gekk inn í staðinn,16og þá hún kom til tengdamóðir sinnar, mælti hún: hvörnig fór (hvör ert þú) mín dóttir? og hún sagði henni frá öllu sem maðurinn hafði henni gjört,17og hún mælti: þessa 6 mælira byggs gaf hann mér, því hann sagði: þú skalt ekki fara tómhent til þinnar tengdamóður.18Og hún mælti: vertu nú kyrr, mín dóttir! þangað til þú fréttir hvörnig þetta fer, því maðurinn mun ekki hætta, fyrr en hann í dag leiðir þetta mál til lykta.

V. 1. Sbr. Kap. 1,9.