Vígslugjafir þeirra 12 höfuðsmanna.

1Þá Móses reisti búðina og smurði hana og vígði og öll hennar áhöld, og altarið og öll þess áhöld, þá hann smurði þetta og vígði2þá komu Ísraels höfuðsmenn, höfðingjar sinna ætta, yfirmenn ættkvíslanna, þeir sem þá voru fyrir þeim töldu,3þeir komu með gjafir fram fyrir Drottin: 6 vagna og 12 naut, einn vagn fyrir hvörja tvo höfuðsmenn, og naut fyrir hvörn þeirra; þeir komu með þetta fram fyrir búðina.4Og Drottinn sagði við Móses:5tak þú við þessu af þeim, og það sé til þénustu við samkundutjaldið, og fá þú þetta Levítunum eftir tiltölu þeirra þjónustu.6Þá tók Móses vagnana og nautin og afhenti Levítunum.7Gersonssonum fékk hann tvo vagna og 4 naut eftir tiltölu þeirra þjónustu.8Og 4 vagna og 8 naut fékk hann Merarissonum eftir tiltölu þeirra þjónustu, undir umsjón Ítamars sonar Arons prests.9En Kahatssonum fékk hann ekkert, því á þeim hvíldi þjónusta helgidómsins, á sínum herðum báru þeir hann.
10Og höfuðsmennirnir komu með altarisvígslugáfur þann dag sem það var smurt; og höfuðsmennirnir báru sínar gáfur fyrir altarið.
11Og Drottinn sagði við Móses: sinn daginn framberi hvör af höfuðsmönnunum sínar gáfur til altarisins vígslu.12Og það vildi svo til, að sá sem á fyrsta deginum frambar sína gáfu var Nahesson af Júda ættkvísl.13Og hans gáfa var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál 70 siklar, eftir helgidómssikli, hvörttveggja fullt með hveitimjöl, viðsmjöri var hellt yfir, til matoffurs;14bolli, 10 siklar gulls, fullur af reykelsi.15Ungur boli, hrútur og ársgamalt lamb til brennifórnar;16einn geithafur til syndafórnar;17og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar og 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Nahessons Ammínadabssonar.
18Á öðrum degi offraði Netaneel sonur Súars, höfuðsmaður Ísaskars ættkvíslar,19hann kom með sína gáfu: silfurfat, það vóg 130 sikla silfurs, silfurskál, 70 sikla, eftir helgidómssikli, hvörttveggja fullt með hveitimjöl, og var viðsmjöri hellt yfir, til matoffurs;20einn bolla, 10 sikla gulls, fullan af reykelsi,21ungan bola, hrút og ársgamalt lamb til brennifórnar;22geithafur til syndafórnar;23og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrúta, 5 kjarnhafra og 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Netaneels sonar Súars.
24Á þriðja degi (kom) Sebúlonsssona höfuðsmaður, Eliab, sonur Helons.25Hans gáfa var: silfurfat, sem vóg 130 sikla silfurs, silfurskál, 70 sikla eftir helgidómssikli, hvörttveggja fullt af hveitimjöli, viðsmjöri var hellt yfir, til matoffurs;26bolli, 10 sikla gulls, fullur af reykelsi;27ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb til brennifórnar;28geithafur til syndafórnar;29og til þakkarfórnar 2 naut, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Eliabs sonar Helons.
30Á fjórða degi höfuðsmaður Rúbenssona Elisur, sonur Sedeurs.31Hans gáfa var: silfurfat, 130 sikla silfurs vóg það; silfurskál, 70 sikla silfurs, eftir helgidómssikli, hvörttveggja fullt með hveitimjöl, viðsmjöri var hellt yfir, til matoffurs;32bolli, 10 siklar gulls, fullur af reykelsi;33ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb til brennifórnar;34geithafur til syndafórnar,35og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Elisurs, sonar Sedeurs.
36Á fimmta degi höfuðsmaður Símeonssona, Selumjel, sonur Súrísadais.37Hans gáfa var: silfurfat, það vóg 130 sikla silfurs; silfurskál, 70 sikla, eftir helgidómssikli; hvörttveggja var fullt með hveitimjöl, og viðsmjöri var hellt yfir, til matoffurs;38bolli, 10 siklar gulls, fullur af reykelsi;39ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb til brennifórnar;40geithafur til syndafórnar;41og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Selumjels, sonar Súrisadais.
42Á sjötta degi, Gaðssona höfuðsmaður, Eliasaf sonur Deguels.43Hans gáfa var: silfurfat, það vóg 130 sikla silfurs; silfurskál, 70 sikla eftir helgidómssikli, hvörttveggja fullt með hveitimjöl, viðsmjöri var hellt yfir, til matoffurs;44bolli, 10 siklar gulls, fullur með reykelsi;45ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb, til brennifórnar;46geithafur til syndafórnar.47Og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Það var gáfa Eliasafs sonar Deguels.
48Á sjöunda degi höfuðsmaður Efraímssona, Elisama, sonur Amihuds.49Hans gáfa var: silfurfat, sem vóg 130 sikla silfurs; silfurskál, 70 sikla eftir helgidómssikli; hvörttveggja fullt með hveitimjöl, viðsmjöri var hellt yfir, til matoffurs;50bolli, 10 siklar gulls, fullur af reykelsi;51ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb til syndafórnar;52geithafur til syndafórnar;53og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Elisama, sonar Amihuds.54Á áttunda degi Manassissona höfuðsmaður, Gamliel, sonur Pedasurs.55Hans gáfa var: silfurfat, sem vóg 130 sikla silfurs; og silfurskál, 70 sikla, eftir helgidómssikli, hvörttveggja fullt af hveitimjöli, yfir var hellt viðsmjöri, til matoffurs;56bolli, 10 siklar gulls, fullur af reykelsi;57ungur boli, hrútur og ársgamalt lamb til brennifórnar;58geithafur til syndafórnar;59og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Gamliels sonar Pedasurs.
60Á 9da degi höfuðsmaður Benjamínssona Abidan sonur Gideons.61Hans gáfa var: silfurfat, sem vóg 130 sikla silfurs; silfurskál, 70 sikla, eftir helgidómssikli; hvörttveggja fullt með hveitimjöl, þar yfir var hellt viðsmjöri, til matoffurs;62bolli, 10 siklar gulls, fullur af reykelsi,63ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb til brennifórnar;64geithafur til syndafórnar;65og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Það var gáfa Abidans, sonar Gideons.
66Á 10da degi höfuðsmaður Danssona Ahíeser sonur Ammisadais.67Hans gáfa var: silfurfat, það vóg 130 sikla silfurs; silfurskál 70 sikla silfurs, eftir helgidómssikli, hvörttveggja fullt með hveitimjöl, yfir var hellt viðsmjöri, til matoffurs;68bolli, 10 siklar gulls, fullur af reykelsi;69ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb til brennifórnar;70geithafur til syndafórnar;71og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Ahiesers, sonar Ammisadais.
72Á 11ta degi Asserssona höfuðsmaður, Pagíel sonur Ókrans.73Hans gáfa var: silfurfat, sem vóg 130 sikla silfurs; silfurskál, 70 sikla silfurs eftir helgidómssikli; hvörttveggja fullt með hveitimjöl sem yfir var hellt viðsmjöri, til matoffurs;74bolli, 10 sikla gulls, fullur af reykelsi;75ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb, til brennifórnar;76geithafur til syndafórnar;77og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Pagíels sonar Ókrans.
78Á 12ta degi höfuðsmaður Naftalísona Ahíra, sonur Enans.79Hans gáfa var: silfurfat, það vóg 130 sikla silfurs; silfurskál, 70 sikla silfurs, eftir helgidómssikli; hvörttveggja fullt með hveitimjöl, til matoffurs;80bolli, 10 siklar gulls, fullur með reykelsi;81ungur boli, hrútur, ársgamalt lamb, til brennifórnar;82geithafur til syndafórnar;83og til þakkarfórnar 2 naut, 5 hrútar, 5 kjarnhafrar, 5 lömb ársgömul. Þetta var gáfa Ahíra, sonar Enans.
84Þetta var altarisins vígslugáfa, daginn sem það var smurt, af Ísraels höfuðsmanna hendi: 12 silfurföt, 12 silfurskálar, 12 gullbollar;85130 siklar silfurs hvört fat, og 70 siklar silfurs hvör skál; allt silfur áhaldanna 2.400 siklar silfurs eftir helgidómssikli.
8612 gullbollar, fullir af reykelsi, hvör bolli 10 siklar, eftir helgidómssikli; allt gull bollanna 120 siklar.87Öll naut til brennifórnar 12 bolar, 12 hrútar, 12 lömb ársgömul og matoffrið að auk, og 12 geithafrar til syndafórnar.88Og öll naut til þakkarfórnar 24ir bolar, 60 hrútar, 60 kjarnhafrar, 60 lömb ársgömul. Þetta var vígslugáfa altarisins, eftir að það var smurt (vígt).
89Og þegar Móses gekk inn í samkundutjaldið, til að tala við hann (Drottin) svo heyrði hann raustina sem við hann talaði frá lokinu, er var á lögmálsörkinni, milli beggja kerúbanna, og hann talaði við hann. 2 Msb 25,21.22.