Sama efni. Varar Korintumenn við að hafa mök við vantrúaða.

1En svo sem meðverkandi áminnum vér hér um c),2að þér ekki skulið meðtaka Guðs náð til einkis. (Ritningin segir: á hagkvæmri tíð bænheyrða eg þig og á hjálpræðisins degi hjálpaði eg þér. Sjá! nú er sú æskilega tíð, sjá! nú er dagur hjálpræðisins).3Vér gefum engum ásteytingarefni, svo embættið verði ekki fyrir lasti,4heldur tjáum oss í öllu, sem Guðs þjónustumenn, með mikilli þolinmæði í þrengingum, neyð, angist, undir höggum, í fangelsi, á vorum hrakningi,5í erfiði, vökum og skorti;6með grandvöru líferni, þekkingu, umburðarlyndi, blíðlyndi, heilögu hugarfari, falslausum kærleika,7með sannleikans kenningu og Guðs krafti; sem útbúna með vopnum réttlætisins til sóknar og varnar,8í heiðri og vanheiðri, hvört vel er talað um oss eður illa. Vér álítustum svikarar, en finnumst þó sannorðir;9erum lítilsvirtir, en þó nafnkunnugir; erum nærri dauða, en sjá! vér lifum samt; oss er refsað, en vér erum þó ekki deyddir;10erum syrgjandi, en þó jafnan glaðir; fátækir en auðgum þó marga; eigum ekkert, en höfum þó allt.
11Korintumenn! eg hefi opnað minn munn til yðar, eg hefi útbreitt fyrir yður mitt hjarta, það er ekki þröngt um yður í því,12en lítið rúm ætlið þér mér í yðrum hjörtum.13Til umbunar (eg tala til yðar, sem barna minna), rýmkið einnig yðar hjörtu.
14Dragið ekki ok með vantrúuðum. Hvört samfélag hefir dyggðin við ódyggðina, ljósið við myrkrið,15Kristur við Belíal? hvörja hlutdeild hefir sá trúaði með þeim vantrúaða?16Hvað á Guðs musteri skylt við musteri skurðgoðanna? Þér eruð ens lifanda Guðs musteri, eins og Guð hefir sagt: eg vil búa á meðal þeirra og dvelja hjá þeim og eg vil vera þeirra Guð og þeir skulu vera mitt fólk.17Farið því burtu frá þeim og skiljið yður við þá—segir Drottinn—,18og snertið ekki það, sem vanheilagt er, þá skal eg taka yður að mér og eg mun verða yðar Faðir og þér skuluð verða mínir synir og dætur, segir Drottinn almáttugur. Kap. 7. v. 1. Elskanlegir! þar eð vér höfum þvílíkt fyrirheiti, þá hreinsum oss frá allri saurgun holdsins og andans og fullkomnum helgun vora með Guðs ótta.

V. 1. c. nefnil. að þeir skyldu láta sig forlíka við Guð. 5,20. V. 2. Esa. 49,8. V. 7. Efes. 6,11. ff. V. 15. Nefnil. Satan, sbr. 1 Kor. 10,20. og Skgr. 1 Kóng. b. 18,21. V. 16. 2 Mós. b. 29,45. 3 Mós. b. 26,11.12. V. 17. sbr. Esa. 48,20. 52,11. Esek. 36,28.