Seinna safn sannmæla.

1Þetta eru líka orðskviðir Salómons, sem menn Esekiæ Júdakóngs hafa safnað:2Það er Guðs heiður að fela orðið a), en það er kónganna heiður, að rannsaka orðið.3Himinninn er hár, og jörðin er djúp, svo veri og kónganna hjarta órannsakanlegt.4Taktu hroðann frá silfrinu, svo getur gullsmiður gjört úr því ker.5Taktu þann óguðlega frá kóngsins augliti, svo mun hans hásæti staðfestast af réttvísi.6Hrósa þú ekki sjálfum þér frammi fyrir kónginum, og gakk ekki á pláss hinna mektugu.7Því það er betra að menn segi við þig: færðu þig hingað upp, en að menn skuli gjöra þér niðurdrep í furstans augsýn, sem að þín augu sjá.8Vertu ekki fljótur til að deila, svo að þú ekki gjörir eitthvað seinast, þegar í útgöngunni, þegar þinn mótpartur gjörir gys að þér.9Framfylg þú máli þínu móti þínum mótparti, en opinbera þú ekki hins annars leyndarmál,10að sá gjöri þér ekki háðung, hvör sem heyrir, og þú komist svo ekki hjá illu mannorði.11Orð í tíma talað, er sem gullepli með silfurverki.12Eins og gullhringur og stáss af fínasta gulli, er aðvörun hins vísa fyrir athugasamt eyra.13Eins og kuldi af snjó á haustyrkjutímanum, svo er trúr sendiboði þeim sem senda hann; hann endurnærir sál síns hússbónda.14Eins og ský og regnlaus vindur, er sá maður, sem stærir sig af gáfum falsandi, (lofar og gefur ekki).15Með langlundargeði verður höfðinginn yfirtalaður, mjúk tunga sundurbrýtur jafnvel beinin.16Finnir þú hunang, þá et eftir þörfum, svo þú ekki ofmatist og ælir því upp.17Lát þinn fót skjaldan koma í þíns stallbróðurs hús, svo hann ekki verði leiður á þér og hati þig.18Eins og hamar, sverð og hvörs ör, er sá maður sem talar falskan vitnisburð á móti sínum náunga.19Eins og brotin tönn og rasandi fótur, er traust á þeim svikula á neyðarinnar degi.20Sá sem syngur vísur fyrir sorgfullu hjarta, er eins og sá sem afklæðist í kulda, og eins og edik á saltpétri.21Ef óvin þinn hungrar, þá metta hann með brauði, og ef hann þyrstir þá gef honum vatn að drekka!22Því að þú safnar eldsglóðum yfir hans höfuð; og Drottinn mun endurgjalda þér það.23Vindur úr dimmu fæðir regn, og tunga úr leyni, reiðuglegt andlit.24Það er betra að búa í horni á þakinu, heldur en í heimilismanna félagskap, hjá kífsamri konu.25Góður boðskapur af fjærlægu landi, er sem kalt vatn þyrstri sálu.26Réttlátur maður sem fellur fyrir þeim óguðlega, er sem gruggaður brunnur, og sem skemmd lind.27Að eta mikið hunang er ekki gott; og rannsókn þungra (hluta) þung.28Sá maður sem ei getur stöðvað sitt geð, er eins og niðurrifin borg án múrveggja.

V. 2. a) Orðið eða hlutinn. V. 23. Úr dimmu: aðr: norðanvindur.