Nýjar lögmálstöflur. Dýrðin Drottins. Guðs sáttmáli. Mósis ljómandi ásjóna.

1Drottinn sagði til Mósis: högg þér tvær töflur af steini, slíkar sem þær fyrri voru; mun eg þá rita á þær töflur þau orð, sem stóðu á hinum fyrri töflunum; er þú braust í sundur.2Vert búinn á morgun, og stíg árla upp á Sínaífjall, og kom þar til mín uppi á fjallstindinum.3Enginn maður má fara upp þangað með þér, og enginn má láta sjá sig nokkursstaðar á fjallinu, og ekki má heldur beita nautum eða sauðum hér uppi undir fjallið.4Þá hjó Móses tvær töflur af steini, slíkar sem hinar fyrri voru; hann reis upp snemma um morguninn, og gekk upp á Sínaífjall, sem Drottinn hafði boðið honum, og tók í hönd sér báðar steintöflurnar.5Þá steig Drottinn niður í skýi, staðnæmdist þar hjá honum, og nefndi nafn Drottins;6síðan gekk Drottinn fram fyrir hans augsýn, og kallaði: Drottinn, Drottinn, miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður, gæskuríkur og trúfastur,7sem auðsýnir gæsku í þúsund liðu, og fyrirgefur misgjörðir, afbrot og syndir, en lætur þær þó ekki ávallt óhegndar, heldur hegnir misgjörðir feðranna á börnum og barnabörnum í þriðja og fjórða lið.8Móses laut þegar til jarðar, tilbað,9og sagði: hafi eg, Drottinn, fundið líkn fyrir þínu augliti, þá fari Drottinn með oss, enn þótt þessi lýður sé baldstýrugur; fyrirgef oss vorar misgjörðir og syndir, og lát oss vera þína eign.10Og hann sagði: eg vil gjöra eitt sáttmál; í augsýn alls þíns fólks vil eg gjöra þau stórmerki, sem aldrei hafa slík orðið í nokkuru landi eða hjá nokkurri þjóð; allt fólkið, sem þú ert hjá, skal sjá það verk, sem Drottinn mun vinna, því dásamlegt skal það vera, sem eg gjöri við þitt fólk.11Gæt því þess, sem eg býð þér í dag: sjá! eg vil útreka Amoríta, Kananíta, Hetíta, Feresíta, Hevíta og Jebúsíta undan þér;12varast því að gjöra nokkurn sáttmála við innbúa þessa lands, sem þú kemur til, svo þeir verði þér ekki til falls, ef þeir búa á meðal þín;13heldur skuluð þér niðurbrjóta þeirra ölturu, mölva í sundur þeirra goðalíkneskjur, og höggva niður þeirra afguði;14því þú mátt ekki falla fram fyrir nokkurum afguði, því Drottinn heitir vandlætari, hann er vandlátur Guð.15Varast að gjöra nokkurn sáttmála við innbúa landsins; þeir munu blóta afguði sína og færa þeim fórnir, þeir munu bjóða þér, og þú munt eta af þeirra fórnum;16þú munt taka þeirra dætur handa sonum þínum, en þær munu blóta sína afguði og lokka syni þína til að blóta þá líka.17Þú mátt engin steypt goð gjöra þér.18Þú skalt halda hátíð enna ósýrðu brauða; sjö daga skaltú eta ósýrð brauð, eins og eg hefi boðið þér, á ákveðnum tíma í mánuðinum abíb, því í mánuðinum abíb fórst þú út af Egyptalandi.19Allt það sem fyrst fæðist, heyrir mér til; sömuleiðis allt sem karlkyns fæðist af fénaði þínum, frumburði nauta og sauða.20Frumburði undan ösnum skaltu leysa með lambi; leysir þú ekki, skaltu brjóta þá úr hálsliðum; alla frumburði sona þinna skaltu leysa; enginn skal með tómar hendur koma fram fyrir mitt auglit.21Sex daga skaltu vinna, en hvílast þann sjöunda dag, þá skaltu ekkert vinna, hvört sem heldur er plægingartími eða kornskeru.22Þú skalt halda (sjö*) viknahátíðina, og fórna þá frumgróða hveitiaflans; svo og uppskeruhátíðina við árslokin.23Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birtast frammi fyrir Drottni almáttugum, Guði Ísraels.24Eg vil stökkva heiðingjunum undan þér, og færa út landamerki þín, og þá skal enginn áseilast þitt land, þegar þú fer upp þrem sinnum á ári til að birtast frammi fyrir Drottni, Guði þínum.25Þú mátt ekki fórnfæra fórnarblóði mínu með sýrðu brauði, og páskafórnin má ekki liggja til morguns.26Það besta af frumgróða þíns lands skaltu færa til hús Drottins Guðs þíns. Þú mátt ekki sjóða kiðið í mjólk móður sinnar.27Drottinn sagði til Móses: skrifa þú upp þessi orð, því samkvæmt þessum orðum hefi eg gjört sáttmála við þig og Ísraelsmenn.28Þar var hann hjá Drottni í 40 daga og 40 nætur, og át ekki brauð og drakk ekki vatn. Hann skrifaði á töflurnar orð sáttmálans, þau tíu boðorðin.
29Móses gekk ofan af Sínaífjalli, og hafði báðar lögmálstöflurnar í hendi sér; en er hann kom ofan af fjallinu, vissi hann ekki, að geislar stóðu af andliti sínu, af því hann hafði talað við Guð.30En er Aron og allir Ísraelsmenn sáu, að geislar stóðu af andliti hans, þá þorðu þeir ekki að koma nærri honum.31Þá kallaði Móses á þá, og sneru þeir sér þá til hans, Aron og allir höfðingjar alþýðunnar, og talaði Móses við þá.32Eftir það gengu allir Ísraelsmenn til hans, og þá bauð hann þeim að halda allt það, sem Drottinn hafði talað við hann á Sínaífjalli.33Og er Móses hafði lokið ræðu sinni við þá, lét hann skýlu fyrir sitt andlit;34en er hann gekk fram fyrir Drottin að tala við hann, tók hann skýluna frá, þar til hann gekk út aftur; gekk síðan út, og talaði við Ísraelsmenn það sem honum var boðið;35sáu Ísraelsmenn þá andlit Móses, hvörsu geislar stöfuðu af ásjónu hans; þá lét hann skýluna aftur fyrir andlit sitt, þar til hann gekk aftur til Guðs að tala við hann.

*) 3 Mós. 23,15–17; 2 Mós. 23,16.