Jobs svar.

1En Job svaraði og sagði:2sannarlega veit eg að það er svo, og hvörnig mundi maðurinn vera réttlátur fyrir Guði?3Þóknist honum að ganga í rétt við hann, getur maðurinn ekki svarað einu (orði) til þúsund.4Hann er vitur í hjarta og máttugur í krafti;5hvör þrjóskaðist við hann og hafði frið? við hann sem flytur fjöllin, svo þau vita ekki af, sem umveltir þeim í sinni reiði.6Hann, sem þokar jörðunni úr stað, svo hennar stoðir bifast,7hann býður sólinni að hún renni ei upp, og innsiglar stjörnurnar (lætur þær ei sjást);8hann einn útbreiðir himininn og gengur á hafsins öldum;9hann skapaði Vagnstirnið, Freyjurokk, (Orion) Sjöstirnið, og suðursins leynihús,10hann gjörir mikla hluti sem eru órannsakanlegir og dásemdarverk, óteljandi.11Sjá! hann gengur framhjá mér, og eg sé hann ekki, hann fer áfram gagnvart mér, og eg verð ei var við hann.12Sjá! vilji hann taka eitthvað, hvör bannar honum það? Hvör mun segja við hann: hvað gjörir þú?13Guð kallar ei aftur sína reiði, honum verða stallbræður hins drambláta að lúta.14Hvörnig mundi eg þá geta svarað honum? hvörnig valið mín orð móti honum?15Því þó eg væri réttlátur mundi eg ekki svara; heldur mundi eg biðja minn dómara um náð.16Þó eg hrópaði og hann svaraði mér, mundi eg samt ekki trúa, að hann sneri sínum eyrum til minnar raustar.17Því hann sundurmer mig með stormi, og margfaldar mín sár án orsaka.18Hann leyfir mér ekki að draga andann, heldur mettar mig með beiskju.19Sé um kraft hins sterka spurt, sjá! hér er eg (segir hann), eða um rétt, hvör mun stefna mér? (segir Drottinn).20Þó eg hefði rétt, minn munnur mundi fordæma mig, þó eg væri algjör, mundi hann fella mig.21Ráðvandur er eg; mundi eg ei þekkja sjálfan mig? eg forsmái mitt líf.22Þetta eina segi eg því: hann afmáir þann ráðvanda með þeim óguðlega.23Slái svipan snögglega, þá mun hann hlæja að reynslu hinna saklausu.24Jörðin er gefin í vald hinum (vondu) óguðlegu, hann byrgir aftur augu hennar dómenda. Sé það ei hann, hvör er það þá?25Mínir dagar liðu liðlegar áfram en hlaupari (hleypur), þeir hlupu burt án þess að sjá hið góða,26þeir eru farnir á fljótum skipum, eins og örnin sem flýgur eftir æti;27þegar eg segi: eg vil gleyma minni kvörtun; eg vil afleggja minn sorgarsvip og endurnæra mig.28Þá má eg hræðast alla mína þjáningu, því eg veit að þú munt ekki dæma mig saklausan.29Lát mig þá vera sekan, hví vil eg gjöra mér ómak til einkis?30Þó að eg laugaði mig í snjóvatni, og hreinsaði mínar hendur með sápu,31dýfir þú mér niður í foræðið, svo að mín föt verða mér að viðurstyggð;32því hann er ekki maður, eins og eg, að eg geti svarað honum, að við getum gengið saman fram fyrir réttinn.33Þar er enginn sem geti skorið úr þrætum milli okkar, sem geti lagt hönd á oss báða.34Hann taki sinn vönd frá mér og hans skelfing áreiti mig ekki,35þá vil eg tala og ekki skelfast fyrir honum. Því það er ekki svo, eins og þér hugsið, það veit eg með sjálfum mér.