Sigur unninn á Antíokus Evpator.

1Árið 149 frétti Júdas, að Antíokus Evpator kæmi móti Júdalandi með mikinn her,2og með honum Lysias fóstri (hans) og ríkisstjórnari, og að hvör þeirra hefði grískan her, 1 hundrað og 10 þúsundir fótgönguliðs, og 5 þúsundir og 3 hundruð riddaraliðs, 22 fíla, og 30 sigðvagna.3Menelaus fór til þeirra og eggjaði Antiokus með mikilli kænsku, ekki sínu föðurlandi til góðs, heldur af því hann gjörði sér von um að hann mundi verða settur til valda.4En konungur konunganna vakti reiði Antíoks móti skálkinum, og þegar Lysías tjáði (honum) að þessi væri orsök allrar ógæfunnar, skipaði hann að fara með hann til Beroa, og aflífa eins og þar var siður.5En þar er turn 50 álna hár, fullur af ösku, sá hefir (organon) maskínu allt um kring sem hangir niður í öskuna.6Þaðan hrinda allir þeim dauðu niður í dauðann, sem gjöra sig seka í kirkjuráni eða í einhvörjum öðrum stórglæp.7Á þennan hátt varð sá a) guðlausi Menelaus að deyja b), og náði ei hlutdeild í jörðunni öldungis að maklegleikum:8þar eð hann hafði marga synd drýgt móti altarinu, hvörs eldur og aska var hvörttveggja heilagt, fann hann sinn dauða í öskunni.
9En konungurinn kom, illur í skapi, og vildi hafa í frammi við Gyðinga það versta, sem í tíð föður hans hafði gjörst þeim til handa.10Þá Júdas frétti það, bauð hann fólkinu að ákalla Drottin dag og nótt, að hann, ef nokkurn tíma áður, þá og nú, liðsinnti þeim, sem nú skyldi sviptast þeirra lögmáli, föðurlandi og heilaga musteri,11og léti ekki það fólk, sem einmitt fyrir skömmu var lifnað við, komast á vald viðbjóðslegra heiðingja.12Þegar allir höfðu með einum huga þetta gjört, og grátbænt þann miskunnsama Drottin með tárum, föstum og knéfalli í þrjá daga óaflátanlega, kallaði Júdas þá og bauð þeim til sín að koma.13Og sem hann var einn á fundi hjá öldungunum, var það hans ráð, að hann skyldi leggja af stað, áður en kóngsherinn kæmi inn í Júdeu og tæki staðinn, og með Guðs hjálp láta sverfa til stáls.14Hann fól veraldarinnar skapara umhyggjuna, og áminnti sína menn að berjast með hugprýði allt fram í dauðann fyrir lögmál, musteri, stað, föðurland, og ríkisstjórn, og setti herbúðir sínar hjá Modein.15Hann gaf sínum mönnum þetta einkennis orð: Sigur af Guði, og réðist á kóngstjaldið um nóttina með þeim útvöldu röskustu ungu mönnum, og felldi í herbúðunum næstum 4 þúsund manns og þeim fremstu af fílunum, með fólkinu sem var í húsinu, bætti hann við;16og eftir að þeir höfðu komið ótta og hræðslu um allar herbúðirnar, héldu þeir þaðan með sigri.17En þetta skeði hér um bil í dögun, fyrir vernd Drottins, sem veitti honum aðstoð.
18Eftir að kóngur hafði fengið að kenna á dirfsku Gyðinganna, reyndi hann til að vinna landsplássin með sniðugleika.19Og hann fór á móti Betsúru sem var sterkt vígi Gyðinga, en hafði ósigur, og var lúbarinn og missti mikið lið.20En þeim umsetnu sendi Júdas inn (í staðinn) það sem þeim lá á.21Þennan leyndardóm opinberaði Rodokus, maður nokkur í Júda her, óvinunum; en hans var leitað, hann náðist og var innilæstur.22Kóngurinn fór nú í annað sinn að semja við þá sem umsetnir voru í Betsúru, bauð frið og fékk frið, fór burt, hitti Júdas og hans menn, var sigraður,23frétti að Filippus, sem hann hafði eftirskilið í Antíokíu, sem ríkisins forstöðumann, væri fallinn frá hlýðni við sig, varð óttasleginn, bað Gyðinga um frið, vægði til við þá, vann eið að öllum sannsýnilegum skilmálum, sættist og frambar fórn, heiðraði musterið, og sýndi staðnum mannkærleika,24tók vel við Makkabeus, og gjörði hann æðsta höfuðsmann frá Tólómais til Gerrene.25Hann kom til Tólómais. Þeir í Tólómais undu illa þessum samningi, því þeir vóru illir út af skilmálunum, og vildu ónýta þá, (ef kostur hefði verið).26Þá gekk Lysías fram á þingvöllinn, sefaði, gaf góð orð, fór til baka til Antíokíu. Svona gekk kóngsins herför og heimför.