Ráðvendni og guðrækni; jafnrétti allra þjóða; hirðuleysi og lestir þjóðar forstjóranna.

1Svo segir Drottinn: gætið lögmálsins, og gjörið hvað rétt er, því mitt hjálpræði er í vændum, og mitt réttlæti mun bráðum opinberast.2Sæll er sá maður, sem þetta gjörir, og hvört það manns barn, sem heldur það fastlega: sem heldur hvíldardaginn, án þess að vanhelga hann, og varðveitir hönd sína frá því að aðhafast nokkuð það, sem illt er.
3Hafi nokkur útlendur maður gengið Drottni á hönd, þá taki hann eigi svo til orða: „Drottinn skilur mig frá sínu fólki“; og sé það geldingur, þá segi hann ekki: „eg em þurrt tré“.4Því svo segir Drottinn um geldinga: haldi þeir mína hvíldardaga, og láti sér sæma það sem mér vel líkar, og haldi stöðuglega minn sáttmála,5þá mun eg gefa þeim, í mínu húsi og innan borgarveggja minna, það minnismerki og það nafn, sem betra er, en sona og dætra: eilíft nafn mun eg gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða.6Þá útlenda menn er gengið hafa Drottni á hönd til að dýrka hann, og af ást á nafni Drottins verða þjónar hans; sérhvörn þann, sem heldur hvíldardaginn, án þess að vanhelga hann, og heldur stöðuglega minn sáttmála:7þessa mun eg leiða til míns heilaga fjalls, og gleðja þá í mínu bænahúsi; þeirra brennifórnir og slátursfórnir skulu vera (mér) þakknæmilegar á mínu altari: því mitt hús skal kallast bænahús handa öllum þjóðum.8Drottinn hinn alvaldi, sem saman safnar hinum tvístraða Ísraelslýð, hann segir: „eg vil enn bæta fleirum við í flokk þeirra, sem samansafnaðir eru“.
9Öll þér dýr, sem eruð úti á víðavangi og í skógunum, komið og etið!10Vökumenn þeirra (Ísraelsmanna) eru blindir; enginn þeirra veit neitt; þeir eru allir eins og hljóðlausir hundar, sem ekki geta gelt; þeir sjá sjónir, liggja, og þykir vænt um að sofa.11Hundar þessir eru gráðugir, og verða aldrei saddir; þeir eru að sönnu hirðarar, en með öllu aðgæslulausir: hvör gengur sína götu, hvör lítur á sinn hag, einn sem annar.12„Komið (segja þeir), eg legg til vín, látum oss drekka oss drukkna í áfengum drykk; og á morgun skulum vér því sama fram fara sem í dag, og gjöra betur til“.