Postulinn ávísar Títusi, um hvað hann skuli áminna hvörn sér í lagi; hvílíkur vera sjálfur; talar um tilgang sendingar Krists í heiminn.

1En kenn þú það, sem enum heilsusamlega lærdómi sæmir:2þeim öldruðu, að þeir séu gætnir, heiðvirðir, ráðsettir, heilhuga í trúnni, kærleikanum og þolinmæðinni;3sömuleiðis enum öldruðu konum, að þær í háttalagi séu eins og heilögum sómir, ekki bakmálugar, né sólgnar í ofdrykkju, heldur gott kennandi;4svo að þær laði enar yngri til að elska sína ektamenn og börn,5að vera siðlátar, skírlífar, kyrrar við heimili sín, góðar bændum sínum, undirgefnar, svo Guðs orð verði ekki fyrir lasti.6Sömuleiðis áminn þú ena yngri, að þeir séu hófsamir.7Sýn sjálfan þig hvervetna, sem fyrirmynd góðra verka; kenningin sé óspjölluð og virðugleg,8ræðan heilsusamleg og ólastandi, svo að mótstöðumaðurinn fyrirverði sig, þá hann ekkert illt getur um oss sagt.9Áminn þrælana, að þeir séu húsbændum sínum undirgefnir og í öllu þóknanlegir, ekki svörulir,10ekki sérdrægnir, heldur auðsýni algjörða trúmennsku, svo þeir prýði lærdóm Guðs vors Frelsara í öllum greinum.11Því Guðs sáluhjálplega náð er kunn orðin öllum mönnum,12er fræðir oss, að vér afneita skulum óguðlegleika og veraldlegum girndum, en lifa siðsamlega, réttvíslega og guðrækilega í þessum heimi,13bíðandi þeirrar sælu, sem er í vændum, og dýrðlegrar opinberunar hins mikla Guðs vors og Frelsara Jesú Krists,14sem hefir útgefið sig fyrir oss, svo að hann endurleysti oss frá alls konar óréttlæti, og hreinsaði sér sjálfum fólk til eignar, það er kostgæfið væri til góðra verka.15Kenn þú þetta, áminn og ávíta með allri alvörugefni; lát engan fyrirlíta þig.

V. 3. 1 Tím. 2,9. V. 5. Efes. 5,22. V. 7. sbr. 1 Pét. 5,2.3. V. 9. sbr. 1 Tím. 6,1.2. 1 Pét. 2,18. V. 11. 1 Tím. 2,4. V. 12. sbr. Efes. 1,4. 5,27. Kól. 1,22. V. 13. 1 Kor. 1,7. Fil. 3,20. 1 Tess. 1,10. sbr. Matt. 16,27. V. 14. Matt. 20,28. Gal. 5,4. 2,20. 2 Mós. b. 19,5. 5 Mós. b. 4,20. 2 Kor. 5,15.