Sagan um Nabot.

1Eftir þessa atburði getur þess, að maður nokkur Jesreelíti, að nafni Nabot, átti víngarð hjá höll Akabs kóngs í Samaríu.2Og Akab kom að máli við Nabot og mælti: gef mér þinn víngarð, að hann verði minn jurtagarður! því hann er í nánd við mitt hús, og eg skal gefa þér fyrir hann betri víngarð; ef þú villt það heldur, þá skal eg betala þér í peningum það sem hann kostar.3En Nabot sagði við Akab: Drottinn forði mér því að gefa þér erfð minna feðra!4Þá kom Akab í sitt hús, og lá illa á honum, hann var reiður af því sem Nabot Jesreelíti hafði sagt við hann: eg gef þér ekki erfð minna feðra. Og hann lagði sig upp í rúm, sneri sínu andliti undan og nærðist á engu.
5Þá kom Jesabel kona hans til hans og talaði við hann þessum orðum: hví liggur svo illa á þér, að þú nærist ekki?6Og hann sagði við hana: eg talaði við Jesreelítann Nabot og sagði við hann: láttu mig fá þinn víngarð, fyrir peninga, eða, ef þú vilt, skal eg láta þig fá fyrir hann annan víngarð; en hann sagði: eg læt ekki minn víngarð falan við þig.7Þá mælti Jesabel kona hans við hann: láttu nú sjá að þú hafir kóngsvald í Ísrael! rís upp, et og vertu með góðu geði! eg skal gefa þér Jesreelítans Nabots víngarð.8Og hún skrifaði bréf undir Akabs nafni og setti hans innsigli fyrir það og sendi bréfið til öldunganna og þeirra göfugustu í hans borg, sem bjuggu hjá Nabot.9Og í bréfið skrifaði hún, látið úthrópa föstudag, og setjið Nabot yfir fólkið,10og fáið tvo menn til, illa bófa, honum á móti, að þeir vitni gegn honum og segi: þú hefir lastað a) Guð og kónginn; leiðið hann svo burt og grýtið hann, að hann deyi.
11Og mennirnir í hans borg, þeir elstu og göfugustu, sem bjuggu í hans borg, gjörðu eins og Jesabel bauð þeim, eins og skrifað var í þeim bréfum sem hún sendi þeim.12Þeir úthrópuðu föstu og settu Nabot yfir fólkið.13Og þeir tveir menn komu, þeir illu bófar, og settust gagnvart honum, og þessir vondu menn vitnuðu móti Nabot í áheyrn fólksins og sögðu: Nabot hefir lastað Guð og kónginn. Og þeir leiddu hann út úr borginni og grýttu hann í hel.14Eftir það sendu þeir til Jesabel, og sögðu: Nabot er grýttur og dauður.15En er Jesabel heyrði það, að búið væri að grýta Nabot í hel, sagði hún við Akab, reistu þig nú, og kasta þinni eign á Jesreelítans Nabots víngarð, sem hann vildi ei láta falan við þig fyrir peninga; því Nabot lifir nú ekki, heldur er hann dauður.16En sem Akab heyrði að Nabot væri dauður, tók hann sig til, að ganga í Jesreelítans Nabots víngarð, til að kasta á hann eign sinni.17Þá kom orð Drottins til Elía Tesbiter og mælti:18Tak þú þig til, og gakk fyrir Akab Ísraelskonung í Samaríu, sjá! hann er í Nabots víngarði, þangað genginn til að kasta á hann eign sinni.19Og tala þú við hann og seg: svo segir Drottinn: hefir þú myrt og tekið með ofríki? tala þú við hann og seg: svo segir Drottinn: vegna þess að hundar sleiktu Nabots blóð, skulu og svo hundar sleikja þitt blóð b).20Og Akab sagði við Elía: hefir þú fundið mig, þú minn fjandmaður? Og hinn svaraði: eg hefi fundið þig, því að þú hefir selt þig til að aðhafast illt fyrir Drottins augliti.21Sjá! eg leiði yfir þig ólukku, eg sópa þinni ætt burt, og uppræti allt karlkyns c) af Akab, þræla og frjálsa í Ísrael;22og gjöri þitt hús, sem hús Jeróbóams sonar Nebats d) og eins og hús Baesa, sonar Ahías e), vegna þeirrar móðgunar sem þú hefir móðgað mig með, og komið Ísrael til að syndga.23Og líka talaði Drottinn um Jesabel og sagði: hundar skulu eta Jesabel hjá Jesreels múrum.24Hvör sem af Akabs ætt deyr í staðnum, þann hinn sama skulu hundar eta, og hvör sem deyr út á víðavangi, þann skulu himinsins fuglar eta.25(Já, enginn hefir verið eins og Akab sem hefir selt sig til að gjöra það sem illt er a) fyrir augsýn Drottins, af því Jesabel kona hans eggjaði hann á það.26Og hann aðhafðist mjög marga viðurstyggð, og gekk eftir afguðum, öldungis eins og Amorítar höfðu gjört, sem Drottinn hafði útrekið frá Ísraelssonum).
27En sem Akab heyrði þessa ræðu, reif hann sín klæði, og lagði sekk um sínar lendar, og fastaði, og svaf í sekk, og var utanvið sig.28Þá kom orð Drottins til Elía Tesbíter og sagði:29hefir þú séð að Akab auðmýkir sig fyrir mér? fyrst hann auðmýkir sig fyrir mér, vil eg ei láta ólukkuna koma á hans dögum. Á dögum sonar hans vil eg leiða ólukkuna yfir hans hús b).

V. 10. a. Sbr. v. 13. Job. 2,9. V. 19. b. 22,38. 2 Kóng. 9,25. V. 21. c. 14,10. 16,11. V. 22. d. 15,29. e. 16,3. V. 23. 2 Kóng. 9,33–36. V. 25. a. Sbr. v. 20. V. 29. b. 2 Kóng. 9,22.26.