Bæn móti óvinum.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs.2Heyr, ó Guð! mitt kvein, varðveit mitt líf, fyrir óvinanna ógn!3Fel þú mig fyrir hóp hinna vondu, fyrir samblæstri þeirra ranglátu,4sem hvetja sína tungu sem sverð og miða sínum örvum, heiftar orðum,5að þeir hæfi þann ráðvanda leynilega, þeir skjóta snögglega á hann og hræðast það ekki.6Þeir staðfesta sig í sínu vonda athæfi, þeir ráðgast um að leggja snörur, og segja: „hvör getur séð þær?“7Þeir ígrunda hrekki og framkvæma það sem þeir hafa ígrundað og sérhvörs innsta hjarta er vandlega lokað.8En Guð mun skjóta þá, fljót ör mun verða þeirra eyðilegging.9Sérhvörn þeirra mun þeirra eigin tunga fella, flýja munu allir þeir sem á þá líta.10Allir menn munu hræddir verða og kunngjöra Guðs verk, og viðurkenna að þetta er Guðs verk.11Sá ráðvandi mun gleðjast í Drottni og reiða sig á hann, og allir, af hjarta hreinskilnir, munu umhælast!