Lambið opnar 1ta, 2að, 3ja, 4ja, 5ta og 6ta innsigli.

1Nú sá eg, að lambið opnaði eitt af þeim sjö innsiglum, og heyrða eitt af þeim fjórum dýrum segja, eins og með þrumugný: kom þú!2Eg leit til, og sá hvítan hest, og sá, sem á honum sat, hélt á boga; honum var gefin kóróna, og hann fór af stað sigrandi og til að sigra.3Þegar lambið opnaði annað innsiglið heyrða eg annað dýrið segja: kom!4Þá gekk út annar hestur rauður; þeim, sem á honum sat, var leyft að eyða friði á jörðu, og að menn bærist banaspjót eftir; honum var fengið í hendur mikið sverð.5Þegar lambið opnaði þriðja innsiglið, heyrða eg þriðja dýrið segja: kom! Þá sá eg svartan hest; sá sem honum reið, hélt á metum í hendinni.6Þá heyrða eg raustu meðal þeirra fjögra dýranna, sem sagði: einn mælir hveitis einn pening, og þrír mælar byggs einn pening; en eigi skaltú viðsmjörinu eða víninu granda.7Þegar lambið opnaði fjórða innsiglið, heyrða eg fjórða dýrið segja: kom!8Þá sá eg bleikan hest; sá, sem honum reið, hét Dauði, og Hel var í för með honum; honum var gefið vald til að drepa fjórða hlut jarðarbúanna með sverði, hungri, drepsótt og bitvörgum jarðar.9Þegar lambið opnaði fimmta innsiglið, sá eg fyrir neðan a) altarið sálir þeirra manna, sem drepnir höfðu verið b) fyrir sakir Guðs orð og þess vitnisburðar, sem þeir höfðu ávallt borið;10þær kölluðu hástöfum og sögðu: þú heilagi og sannorði Drottinn, hvað skal það lengi vara, að þú dæmir og hefnir vors blóðs á innbúum jarðarinnar?11Hvörjum þeirra var fengin hvít kápa, og sagt, að þær skyldu bíða við enn þá stundarkorn, þar til komnir væru samþjónar þeirra og bræður, sem deyðast skyldu eins og þeir sjálfir.12Þegar lambið opnaði sjötta innsiglið, sá eg að c) mikill jarðskjálfti varð; d) sólin sortnaði eins og hærusekkur, og allt tunglið varð eins og blóð;13stjörnur himins hröpuðu niður á jörðina, eins og þá fíkjutré, skakið af stormvindi, kastar niður fíkjum sínum;14e) himinninn hvarf eins og samanvafið bókfell, og hvert f) fjall og ey færðist úr stöðvum sínum;15g) konungar jarðarinnar, höfðingjar og hersforingjar, auðmenn og ríkismenn, þegn og þræll, h) fólu sig í hellum og hömrum fjalla,16og sögðu til fjallanna og hamranna: hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu þess, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins:17því nú er kominn sá mikli dagur hans reiði; hver fær nú staðist?

V. 1. Kap. 4,6.7. V. 2. Kap. 19,11. fl. V. 4. Matt. 24,6.7. V. 5. Sak. 6,2. V. 8. Sak. 6,3.6. Esek. 14,13. fl. V. 9. a. Kap. 8,3. 9,13. 14,18. b. Kap. 1,9. 19,10. fl. V. 10. Lúk. 18,7. V. 12. c. Kap. 16,18. d. Lúk. 21,25. Post. g. b. 2,20. V. 14. e. Sálm. 102,27. Lúk. 21,33. f. Kap. 16,20. V. 15. g. Kap. 19,18.19. h. Esa. 2,19. V. 16. Lúk. 23,30. V. 17. Esa. 13,9. Róm. 2,5.