Jobs veiki og mótlæti.

1Og það bar til eitt sinn, þá Guðs börn gengu fram fyrir Drottin, að Satan kom og með þeim, til að ganga fram fyrir Drottin.2Þá spurði Drottinn Satan: hvaðan komstu? Satan svaraði Drottni og sagði: eg hefi farið um alla jörðina og litið eftir.3Og Drottinn sagði til Satans: hefir þú tekið eftir mínum þénara Job? hans líki er ekki í landinu, ráðvandur, hreinskilinn; hann óttast Guð og forðast hið illa, og enn þá er hann staðfastur í sinni guðrækni, þó þú hafir egnt mig móti honum, til að gjöra honum tjón, án saka.4Satan ansaði Drottni og sagði: húð fyrir húð, allt hvað maðurinn á, það gefur hann fyrir sitt líf.5En réttu út þína hönd, og (snertu) kom þú við hans bein og hold, hvað gildir það? hann mun opinberlega segja skilið við þig.6Drottinn sagði til Satans: sjá þú! hann sé í þinni hendi, en spara þó hans líf.7Þá fór Satan burt frá augliti Drottins, og sló Job með illum kýlum frá iljum allt til hvirfils.8Og Job tók sköfu, og skóf sig með henni, og settist í ösku.9Og hans húsfreyja sagði til hans: ertu enn nú staðfastur í þinni guðrækni? segðu nú skilið við Guð, og farðu að deyja.10Og hann svaraði henni: þú talar sem fávísar konur tala. Fyrst vér höfum meðtekið af Guði hið góða, skulum vér þá ekki og meðtaka hið vonda? Í öllu þessu syndgaði Job ekki með sínum vörum.
11Og þrír vinir Jobs fréttu alla þá ólukku sem yfir hann var kominn, og þeir komu hvör frá sínum stað. Elífas frá Teman, Bildad frá Súah, og Sofar frá Naema, og þeim kom saman um, að fara og sýna honum meðaumkun og hugga hann,12og þá þeir upplyftu sínum augum álengdar, þekktu þeir hann ekki, og þeir hófu upp sína raust og grétu, og þeir sundurrifu, hvör sinn möttul, og jusu í loftið moldu yfir höfuð sér.13Og þeir sátu með honum á jörðu í sjö daga og sjö nætur og enginn talaði við hann eitt orð, því þeir sáu að hans pína var harla mikil.