Saga um Jerúsalems eyðilegging. (Sbr. 2 Kb. 24 og 25 Kap.)

1Sedekías hafði einn um tvítugt þá hann varð kóngur og 11u ár ríkti hann í Jerúsalem; en móðir hans hét Hamital, Jeremía dóttir, frá Libna.2Og hann gjörði það sem illt var í augsýn Drottins, allt eins og Jójakim hafði gjört.3Því sökum reiði Drottins fór það svo fyrir Jerúsalem og Júda, þangað til hann burtkastaði þeim frá sínu augliti. Og Sedekías féll frá kónginum af Babel.
4Og það skeði á 9da ári hans ríkisstjórnar, í 10da mánuði, á 10da (degi) mánaðarins, að Nebúkadnesar, Babelskóngur, kom, hann og allur hans her, móti Jerúsalem, og þeir settust um hana og byggðu hervirki allt í kringum hana.5Og staðurinn var umsetinn allt fram á 11ta ár Sedekía kóngs.6Í fjórða mánuði á 9da (degi) mánaðarins, tók hungrið mjög að vaxa í staðnum, og þá var ekkert brauð fyrir landsfólkið.7Og menn brutust inn í staðinn, og stríðsfólkið flúði úr staðnum um nóttina út um hliðið milli þeirra tveggja veggja á kóngsins aldingarði, (en Kaldeumenn voru í kringum allan staðinn), og fóru veginn út að eyðimörkinni.8En Kaldeumanna her elti kónginn, og þeir náðu Sedekías á Jeríkósvöllum, og allur hans her tvístraðist frá honum.9Og þeir handtóku kónginn og fóru með hann til kóngsins af Babel (sem þá var) í Ribla, í landinu Hemat, og hann lagði á hann dóm.10Og kóngurinn af Babel slátraði Sedekíasonum, fyrir hans augum, og líka slátraði hann í Ribla öllum Júdahöfðingjum.11Og Sedekía blindaði hann á augunum, og batt hann fjötrum; og kóngurinn af Babel flutti hann til Babel og setti hann í fangelsi, þangað til hann andaðist.
12Og í fimmta mánuði, 10da daginn, það var 19da ár kóngs Nebúkadnesars, kóngs í Babel, kom Nebúsaradan, yfirmaður lífvaktarinnar, sem þjónaði kónginum af Babel, til Jerúsalem,13og brenndi upp Drottins hús og kóngsins hús, og öll húsin í Jerúsalem, öll stór hús brenndi hann upp með eldi.14Og alla Jerúsalems múra allt um kring reif allur her Kaldeumanna, sem var með yfirmanni lífvaktarinnar, niður.15Og Nebúsaradan, yfirmaður lífvaktarinnar, flutti burt til Babel (marga) af því óæðra fólki og leifar fólksins, þá eftir orðnu í staðnum, og þá stroknu, sem gengið höfðu yfir til kóngsins af Babel, afgang fólksfjöldans.16En af þeim lítilmótlegu lét Nebúsaradan, yfirmaður lífvaktarinnar, eftir verða vínyrkju og akuryrkjumenn.17Og eirstólpana í húsi Drottins og borðstólana og eirhafið í húsi Drottins, brutu Kaldeumenn, og fluttu allt það eir til Babel.18Og pottana og sleifarnar og hnífana og skálarnar og bikarana og öll eiráhöld sem brúkuð voru við þjónustugjörðina, tóku þeir;19og mundlaugarnar og glóðarkerin og skálarnar og ljósastjakana og pottana og bikarana og könnurnar, hvað sem var af gulli, gull, og hvað sem var af silfri, silfur, það tók yfirmaður lífvaktarinnar.20Þá tvo stólpa, það eina haf, og þau tólf naut af eiri a) undir borðstólunum, sem Salómon kóngur lét gjöra fyrir Drottins hús; eirið í öllum þessum áhöldum varð ekki vegið.21Og stólparnir—18 álnir var hæð þess eina, og 12 álna (langt) band náði utanum þá, og þeirra þykkt var fjögra fingra, því þeir voru holir;22og eirhnúður efst, og hæð hnúðsins var 5 álnir, og netverk og kjarnepli voru í kringum hnúðana, allt af eiri, og eins var á hinum stólpanum og kjarnepli.23Og kjarneplin voru 96 í fríu lofti, og öll kjarneplin voru hundrað, og netverk allt í kring.
24Og yfirmaður lífvaktarinnar tók Seraja, höfuðprest, og Sefanía prest af annarri (röð), og þrjá dyraverðina,25og úr staðnum tók hann hirðmann, sem settur var yfir stríðsfólkið, og 7 menn af þeim sem stóðu fyrir kónginum, sem fundust í staðnum, og skrifarann, herforingjann, sem tók landsfólkið til stríðsþjónustu, og 60 menn af landsfólkinu, sem fundust í staðnum,26þessa tók Nebúsaradan, yfirmaður lífvaktarinnar, og fór með þá til kóngsins af Babel til Ribla.27Og kóngurinn af Babel vann á þeim og deyddi þá í Ribla í landinu Hemat. Og þannig varð Júdafólk burtflutt úr sínu landi.
28Þetta er það fólk sem Nebúkadnesar flutti burt: á sjöunda ári, 3023 Júða.29Á 18da ári Nebúkadnesars úr Jerúsalem: 832 sálir;30á 23ja ári Nebúkadnesars, flutti Nebúsaradan, yfirmaður hirðmannanna, burt 745 Júða: allar sálir til samans 4600.
31Og það skeði á 37da ári eftir burtflutning Jójakims, Júdakóngs, í 12ta mánuði, á 25ta (degi) mánaðarins, þá upphóf Mero-Dak, Babelskóngur, á því ári, sem hann varð kóngur, höfuð Jójakims, Júdakóngs, og tók hann úr fangelsinu;32og talaði góðsamlega við hann, og setti hans stól uppfyrir stóla þeirra kónga, sem hjá honum vóru í Babel;33og lét hann fara úr myrkvastofubúninginum; og hann át við hans borð ætíð, alla sína ævi.34Og hans uppheldi, það stöðuga uppheldi, var honum gefið af kónginum í Babel, það dagsdaglega, allt að hans dauðadegi, svo lengi sem hann lifði.

V. 20. a. Nautin voru undir eirhafinu, 1 Kgb. 7,25.