Ræða Elíhús.

1Þá hættu þeir þrír menn að svara Job, því hann þóttist vera réttlátur.2En Elíhús Barakeelsson af Bús, af Ramas ætt, upptendraðist af reiði; gegn Job æstist hans reiði, af því hann hélt sína sálu réttláta í Guðs augsýn;3og gegn hans þremur vinum upptendraðist hans reiði, af því þeir fundu ekkert svar, og dæmdu þó að Job væri óguðlegur.4En Elíhú hafði beðið þess að Job hætti að tala, því þeir vóru eldri en hann;5þegar Elíhú sá nú að þar var ekkert svar í þeirra þriggja manna munni, þá upptendraðist hans reiði.6Þar fyrir svaraði Elíhú Barakeelsson af Bús, og sagði: eg em ungur að aldri, en þér eruð öldungar, þar fyrir hræddist eg og óttaðist að kunngjöra yður mína meiningu.7Eg hugsaði: dagarnir skulu tala, og áranna fjöldi kunngjöra vísdóm.8Vissulega er andi í mönnunum, en andi hins almáttuga gjörir þá hyggna.9Þeir voldugu eru ei ætíð hyggnir, ei heldur skynja þeir gömlu ætíð hvað rétt er.10Þar fyrir segi eg: heyrið mig! eg vil líka segja mína meiningu.11Sjá! eg beið eftir yðar orðum, eg hlustaði á yðar röksemdir, þangað til þér hefðuð rannsakað málefnið.12Yður gaf eg gaum. En sjá! þar er enginn sem sannfæri Job, enginn af yður sem reki hans tal til baka.13Segið þó ekki: „vér höfum fundið vísdóminn. Guð verður að fella hann, manni er það ei unnt“.14Ekki hefir hann stílað sitt tal á móti mér, og með yðar orðum vil eg ei svara honum.15Þeir eru skelkaðir og svara ei framar; þeir eru sviptir málinu.16Og skyldi eg biðleika; þegar þeir tala ekki, stansa og svara ekki framar?17Eg vil svara fyrir minn part, líka vil eg segja mína meiningu,18því eg er fullur af tali; andinn í mínu brjósti þvingar mig.19Sjá! mitt brjóst er sem vín, er ekki fær útrás, sem nýir skinnbelgir er hljóta að rifna.20Eg verð að tala svo eg nái andanum. Eg verð að opna mínar varir og svara:21kæri! eg fer ekki í manngreinarálit; fyrir engum manni smjaðra eg.22Eg kann ekki að smjaðra, annar skyldi sá sem mig skóp, skyndilega taka mig burt.