Þakklæti og lofgjörð.

1Uppgöngusálmur af Davíð. Hefði Drottinn ei verið með oss (svo segi Ísrael):2Hefði Drottinn ei verið með oss þegar menn risu á móti oss,3þá hefðu þeir svelgt oss lifandi, þegar þeirra reiði var gegn oss upptendruð;4þá hefðu vötnin streymt yfir oss, vatnsföllin gengið yfir vor höfuð,5þau uppbelgdu vötn hefðu gengið oss yfir höfuð.6Lofaður sé Drottinn! sem ekki lét oss verða að bráð fyrir þeirra tennur,7vor sál er sloppin, eins og fugl úr snöru fuglafangarans; snaran sveik, vér sluppum.8Vor hjálp er nafn Drottins, hans sem gjörði himin og jörð.