Gagnsemi spekinnar.

1Son minn! gleym ekki mínum lærdómi! þitt hjarta varðveiti mín boðorð.2Því þau munu auka þér langlífi, lífsins ár og frið.3Miskunn og sannsögli yfirgefi þig ekki, bind þessar um þinn háls, skrifa þær á spjöld þíns hjarta.4Svo muntu finna náð og heppni fyrir Guðs og manna augum.5Reiddu þig upp á Drottin af öllu hjarta, en treystu ekki þínu viti!6Mundu til hans á öllum þínum vegum, og hann mun láta þína leið verða beina.7Eigi skaltu þykjast hygginn; heldur óttast Drottin, og forðastu hið illa!8Það skal verða a) líkama þínum heilsubót, og mergur (endurnæring) þínum beinum.9Heiðra Drottin með þínum auðæfum, með frumvexti alls þíns gróða.10Þá munu hlöður þínar verða yfirfljótanlega fullar, og vínberjalögur flóa út af þínum vínpressum.
11Minn son! misvirð þú ekki Drottins aga, og vertu ekki óþolinmóður þegar hann straffar.12Því hvörn sem Drottinn elskar, þann agar hann, og hefir á honum velþóknan, sem faðir á syni.
13Sæll er sá maður sem finnur vísdóm, sá maður sem útvegar sér hyggindi,14því það er betra að fá þau en silfur, og þau eru betri inntekt en gull.15Þau eru dýrmætari en perlur, og allir þínir dýrgripir jafnast ekki við þau.16Í þeirra hægri hendi er langlífi; og í vinstri hendi auður og heiður.17Þeirra vegur er yndislegur vegur; og allar þeirra götur eru friður.18Þau eru lífsins tré, fyrir þá sem ná þeim; og þeir sem halda þeim fast, skulu sælir prísast.19Drottinn grundvallaði jörðina með vísdómi; og reisti himininn með ráðdeild.20Undirdjúpin eru opnuð af hans kunnáttu, og dögg drýpur úr skýjunum.21Minn son! lát ekki boðorðin víkja frá þínum augum; varðveit þú visku og hugsunarsemi.22Það skal vera líf fyrir þína sálu, og prýði fyrir þinn háls.23Þá skaltu ganga óhultur á þínum vegi, og þinn fótur skal ekki reka sig á.24Þegar þú leggst fyrir, þá muntu ekki hræðast, og meðan þú liggur, muntu sofa vært.25Þú munt ekki óttast voveiflega skelfingu, ei heldur eyðilegging hinna óguðlegu, að hún nái til þín.26Því Drottinn mun vera þitt athvarf, og hann mun varðveita þinn fót, að hann ei verði fangaður.
27Haltu ekki þínum gæðum, fyrir þeim sem þau tilheyra, hafi þín hönd efni á að gjöra það.28Segðu ekki við þinn náunga: farðu núna og kom þú aftur, á morgun mun eg gefa þér, þegar þú hefir það til.29Upphugsa þú ekki illt móti vini þínum; hann býr svo öruggur hjá þér.30Þrátta þú ekki við neinn án saka, hafi hann ekkert illt gjört þér.31Öfunda ekki ofbeldismanninn, og vel þér engan af hans vegum.32Því viðurstyggð fyrir Drottni er sá falski, en hann er vinur þeirra ráðvöndu.33Bölvun Drottins er yfir húsi hinna óguðlegu, en hann blessar bústað hinna réttskikkuðu.34Vissulega gjörir hann gys að háðgjörnum; en hógværum gefur hann náð.35Hinir vísu munu heiðurinn erfa; en heimskingjar skulu skömmina meðtaka.

V. 8. a. Aðrir: nafla þínum.