Jósia leiðréttir margt. Jóakas og Jóakim kóngar.

1Þá sendi konungurinn og safnaði að sér öllum öldungunum í Júda og Jerúsalem.2Og kóngurinn gekk í Drottins hús, og allir Júda menn og allir Jerúsalems innbúar með honum, og prestarnir og spámennirnir og allt fólkið, smáir og stórir, og hann las fyrir þeirra eyrum öll orð sáttmálsbókarinnar sem fannst í Drottins húsi.3Og kóngur stóð við stólpann og gjörði sáttmála fyrir Drottins augliti, að aðhyllast Drottin, að halda hans boð, lög og setninga af öllu hjarta og allri sálu, til að fullnægja þeim orðum sáttmálans sem skrifuð stóðu í þessari bók. Og allt fólkið gekk að þessum sáttmála.
4Og kóngurinn bauð Hilkía höfuðprestinum og enum óæðri prestum, og dyravörðunum, að taka burt úr Drottins musteri öll áhöld sem höfðu verið gjörð fyrir Baal og Astarte og allan himinsins her; og hann brenndi þau fyrir utan Jerúsalem á Kedronsvelli, og askan þar af var flutt til Betel a).5Og hann afsetti afguðaprestana, sem Júdakóngar höfðu sett, sem brenndu reykelsi á hæðunum í Júda borgum og í kringum Jerúsalem, og þá sem brenndu reykelsi fyrir Baal, sólu, tungli og himinmerkjunum og fyrir öllum himinsins her.6Og hann tók burt Astartis bílæti úr Drottins húsi og flutti úr Jerúsalem og brenndi það í Kedronsdal, og sundurmolaði í Kedronsdal og stráði öskunni yfir grafir almúgamanna.7Og hann braut niður þau saurlífishús, sem voru hjá Drottins húsi, hvar konur ófu tjalddúka fyrir Astarte.8Og hann lét alla presta koma úr Júda stöðum, og vanhelgaði hæðirnar hvar prestarnir höfðu brennt reykelsi, frá Geba til Berseba og reif niður hæðirnar fyrir borgarhliðunum, líka þær sem voru fyrir dyrum Jósúa, staðarfógetans, á vinstri hönd við borgarhliðið.9Þá fórnuðu hæðanna prestar ekki á Drottins altari í Jerúsalem, heldur átu ósýrð brauð með sínum bræðrum.10Og hann vanhelgaði Tófel í Hinnomsbarnadal, að enginn þaðan af skyldi láta í eldinn fyrir Molok, son eða dóttur.11Hann tók líka í burt þá hesta sem Júdakóngar höfðu helgað sólinni, hjá ganginum að Drottins húsi, við hirðmannsins Netanmeleks bústað sem var í (Parvarim), forstaðnum; og vagna sólarinnar brenndi hann með eldi.12Og þau ölturu sem voru á þakinu á Akabs sal, sem Júdakóngar höfðu byggt, og ölturu sem Manasse hafði reist í báðum forgörðum Drottins húss, reif kóngurinn niður og lét sem skjótast flytja þaðan og kastaði þeirra ösku í Kedronsdal.13Og þær hæðir, sem voru framundan Jerúsalem, hægramegin (sunnanvert) við Eyðileggingarfjallið og hvörjar Salómon, Ísraelskóngur, hafði byggt Sídons manna leiða goði Astarte, og Kamos Móabítanna viðurstyggð, og Milkom viðbjóð Ammonssona, vanhelgaði kóngurinn.14Og hann sundurbraut súlurnar og upprætti blótlundana og fyllti þeirra pláss með manna beinum.
15Sömuleiðis reif hann niður altarið í Betel, hæðina, er Jeróbóam sonur Nebats, hafði byggt, sá sem kom Ísrael til að syndga, bæði það sama altari og hæðina reif hann niður, og brenndi hæðina, sundurmolaði hana í ryk, og brenndi lundinn.16Og Jósía litaðist um og sá þar grafir sem voru á enu sama fjalli; þá sendi hann og lét sækja beinin í grafirnar, og brenndi þau á altarinu, og vanhelgaði það; eftir orði Drottins, sem guðsmaðurinn kunngjörði, sá sem boðaði þetta (1 Kgb. 13,2.)17Og hann mælti: hvaða líksteinn er þarna sem eg sé? og borgarmennirnir svöruðu honum: það er gröf þess guðsmanns a) sem kom frá Júda, og kunngjörði það sem þú hefir nú gjört við altarið.18Og hann mælti: látið hann vera, enginn ónáði hans bein! og hans bein frelsuðu líka bein spámannsins sem kom frá Samaríu b).19Jósía tók einnegin burtu öll hæðahúsin í Samaríuborginni, sem Ísraelskóngar höfðu byggt til móðgunar (Drottni) og fór með þau aldeilis eins og í Betel.20Og hann fórnfærði alla hæðanna presta sem þar voru á ölturunum og brenndi á þeim mannabein, og svo fór hann heim aftur til Jerúsalem.21Og kóngurinn bauð öllu fólkinu og mælti: haldið Drottni yðar Guði páska eins og skrifað stendur í þessari sáttmálsbók.22Því engir slíkir páskar höfðu verið haldnir frá dögum dómaranna, sem dæmt höfðu Ísrael, og á öllum tímum Ísraelskónga og Júdakónga;23en á 18da ári Jósía kóngs voru þessir páskar haldnir Drottni í Jerúsalem.24Og Jósía afmáði þá sem leituðu frétta af dauðum, og spásagnarmenn, skurðgoð c) og afguði og alla viðurstyggð, sem fannst í Júdalandi og Jerúsalem, til að fullnægja lögmálsins orðum, sem stóðu skrifuð í þeirri bók, er Hilkía prestur hafði fundið í Drottins húsi d).25Enginn kóngur hafði verið hans maki á undan honum, sem sneri sér svo til Drottins af öllu hjarta og allri sálu og af öllum mætti, algjörlega eftir Mósislögmáli; og eftir hann hefir ekki hans líki verið.26Þó hvarf Drottinn ekki frá sinni miklu reiði, af hvörri hann var upptendraður gegn Júda, sakir allrar þeirrar móðgunar, með hvörri Manasse hafði egnt hann til.27Og Drottinn sagði: Eg vil burtskúfa Júda frá mínu augliti eins og eg hefi burtskúfað Ísrael, og eg burtsnara þessari borg Jerúsalem, sem eg hefi útvalið, og því húsi, um hvört eg sagði: mitt nafn skal þar búa e).28En hvað meira er af Jósía að segja og af öllu sem hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Júdakónga f).
29Á hans dögum fór faraó Nekó, Egyptalandskóngur g), herför mót Assýríukóngi til árinnar Frat, og kóngur Jósía fór til fundar við hann og (hann) drap hann í Megiddo h) þegar hann var búinn að sjá hann.30Og hans menn fluttu hann dauðann á vagni frá Megiddo og til Jerúsalem og grófu hann í sinni gröf. Og landsfólkið tók Jóakas i) son Jósía, og smurði hann, og gjörðu að kóngi í stað föður síns.
31Jóakas hafði þrjá um tvítugt, þá hann varð kóngur, og ríkti þrjá mánuði í Jerúsalem. Móðir hans hét Hamútal, dóttir Jeremías frá Libna.32Hann gjörði það sem Drottni illa líkaði algjörlega sem feður hans höfðu gjört.33Og faraó Nekó lét binda hann a) í Ribla í landinu Hemat, að hann skyldi ei framar ríkja í Jerúsalem og lagði bætur á landið, 100 vættir silfurs og 10 vættir gulls.34Og faraó Nekó gjörði Elíakim, Jósíason, kóng í Jerúsalem, í stað föður hans og breytti nafni hans, og lét hann heita Jójakim; en hann fór með Jóakas til Egyptalands, og þar dó hann b).35Og Jójakim gaf faraó silfur og gull; lagði samt skatt á landið, til þess að geta goldið peningana, eftir faraós skipun; af sérhvörjum á meðal fólksins í landinu tók hann silfur og gull eftir hans efnum, til að svara því faraó Nekó.
36Jójakim hafði 5 um tvítugt, þá hann varð kóngur og ríkti 11 ár í Jerúsalem; en móðir hans hét Sebuda og var dóttir Pedaja frá Ruma.37Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði, rétt eins og hans feður höfðu gjört.

V. 3. 2 Kron. 15,12. V. 4. a. 1 Kóng. 12,29. V. 10. Kap. 21,6. Lev. 18,21. 20,5. Devt. 18,10. Sálm. 106,37. Jer. 7,31. 32,35. Ez. 16,20.36. V. 13. 1 Kóng. 11,7.8.33. V. 17. a. 1 Kóng. 13,30. V. 18. b. 1 Kóng. 13,31. V. 21. 2 Kron. 35,1. fl. V. 22. 2 Kron. 35,18. V. 24. c. Gen. 31,19. d. Kap. 22,8. V. 27. e. 1 Kóng. 8,29. 9,3. V. 28. f. 2 Kron. 34,1. fl. V. 29. g. 2 Kron. 35,20. h. Jós. 17,11. V. 30. i. 2 Kron. 36,1. nefnist einnin Sallum Jer. 22,11. V. 33. a. Esek. 19,4. V. 34. b. Jer. 22,12.