Bæn í trúarbragðaofsókn.

1Til hljóðfærameistarans. Kennsluljóð af Koras börnum.2Guð! vér höfum heyrt það með vorum eyrum, vorir forfeður sögðu oss frá því stórvirki, sem þú gjörðir á þeirra dögum í fornöld.3Þú burtrakst þjóðirnar og gróðursettir þá (forfeðurna); þú beittir hörku við þjóðirnar, en útbreiddir þá,4því þeir inntóku ekki landið með sínum sverðum, og þeirra armur gaf þeim ekki sigur, heldur þín hægri hönd og þinn armur, og þíns andlitis ljós, af því þú hafðir velþóknan á þeim.5Þú hinn sami, ó Guð! ert minn konungur, send þú Jakob frelsi!6Fyrir þína aðstoð leggjum vér að velli vora óvini, í þínu nafni troðum vér undir fótum þá, sem rísa oss á móti.7Því eg reiði mig ekki upp á minn boga, og mitt sverð getur ekki frelsað mig.8En þú frelsar oss frá vorum óvinum og sneypir þá sem oss hata.9Af Guði viljum vér hrósa oss daglega og vegsama þitt nafn eilíflega. (Málhvíld).10En nú útskúfaðir þú oss og lést oss verða til skammar; þú vildir ei fara út með vorum her.11Þú lést oss hopa fyrir vorum mótstöðumönnum, og þeir sem oss hata, fengu herfang.12Þú gjörðir oss að slátrunarhjörð, og tvístraðir oss meðal þjóðanna.13Þú felldir þitt fólk fyrir ekkert, þú lést ekki verð á því vaxa.14Þú gjörðir oss að forsmán hjá vorum nábúum, að spotti og háði þeim sem búa í kringum oss.15Þú gjörðir oss að orðshætti meðal þjóðanna, svo að menn skaka að oss höfuðin meðal þjóðanna.16Hvörn dag stendur mín smán fyrir mér, og míns andlitis sneypa þekur mig,17vegna spottarans orða og hins lastmáluga; vegna óvinarins og hins hefndargíruga.18Allt þetta er yfir oss komið, þó höfum vér ekki gleymt þér og ekki rofið þinn sáttmála.19Vort hjarta sneri sér ekki frá þér, og vor gangur beygðist ekki frá þínum vegi,20en þótt þú hrintir oss niður til drekanna bústaðar, og hyldir oss með dauðans skugga.21Ef að vér hefðum gleymt nafni vors Guðs, og upprétt vorar hendur til annarlegs Guðs,22mundi Guð þá ekki rannsaka það? því hann þekkir hjartans leyndardóma.23En fyrir þína skuld erum vér daglega í hel slegnir, vér erum álitnir sem slátrunar sauðir.24Vakna þú, Drottinn! því sefur þú? stattu upp! útskúfa oss ekki eilíflega.25Hvarfyrir byrgir þú þitt auglit, og gleymir vorri eymd, og þrengingu?26Því niðurbeygð í duftið er vor sál; niðurþrykktur til jarðar er vor líkami.27Bú þig út, vor hjálpari! og frelsa oss sakir þinnar miskunnar.

V. 3. Gróðursettir þá: nl. lést forfeður vora fá land að búa í. Útbreiddir þá: lést kyn þeirra fjölga.