Hvörnig Tímóteus eigi að haga áminningum sínum við eldri menn og yngri. Ekkjur eiga sérdeilislega að njóta ölmusu safnaðarins og kennendur. Hvörjar ekkjur eigi að fá þar í hlutdeild. Áminning um varúð að straffa öldunga og um gætni í að velja til þess embættis.

1Ávíta ekki gamlan mann harðlega heldur áminn hann sem föður, hina yngri sem bræður,2aldraðar konur sem mæður, ungar sem systur, með allri siðsemi.
3Heiðra ekkjur sem eru sannar ekkjur.4En ef nokkur ekkja á börn eða afkomendur þá læri þeir fyrst og fremst að auðsýna rækt ættmönnum sínum og endurgjalda foreldrum, því það er þóknanlegt fyrir augliti Guðs.5Sannarleg ekkja sem er aðstoðarlaus, hún hefir sett von sína til Guðs og er stöðug í bæn og ákalli til hans nótt og dag.6En hin bílífa er dauð þó hún lifi.7Kunngjör þú þetta svo þær séu óaðfinnanlegar.8En ef sá er nokkur sem ekki vill annast náunga, helst ef þeir eru heimilismenn hans, hann hefir afneitað trúnni og er verri en heiðingi.9Ekkja má ekki veljast yngri en sextug, sú er verið hefir eins manns kona og kunn er að góðverkum,10að hún hafi uppalið börn, verið gestrisin, hafi þvegið fætur trúaðra, hjálpað nauðstöddum, kappkostað allt gott.11En hjá ungum ekkjum skaltú sneyða þig. Því þegar þær af gjálífi hætta að hirða um Krist girnast þær að giftast12og gjörast sekar, þar eð þær brjóta sitt fyrra heit. Slíkar venja sig á iðjuleysi og húsgöngur.13Þær eru ekki einungis iðjulausar heldur og málugar, hlutsamar og tíðka ósæmilegt tal.14Eg vil því að inar ungu ekkjur giftist, ali börn, stjórni húsi og gefi mótstöðumanninum ekkert tilefni til ills umtals.15Því nokkrar eru þegar fallnar frá og hafa snúið sér til Satans.16Ef nokkur trúaður eða trúuð á ekkjur sér skyldar hjálpi þau þeim að þær séu ekki söfnuðinum til byrði og að hann geti hjálpað sannarlegum ekkjum.
17Þeir öldungar sem veita góða forstöðu metist tvöfaldlega, allra helst þeir sem sveitast við að kenna og fræða,18því Ritningin segir: Þú skalt ekki múlbinda nautið sem erjar. Sömuleiðis: Verður er verkamaðurinn launanna.
19Ekki skaltú móttöku veita ákæru gegn öldungi nema tvö eða þrjú vitni beri.20En þá sem misbrjóta skaltu ávíta í allra nærveru svo að hinir hafi og svo ótta þar af.21Eg særi þig fyrir augliti Guðs, Drottins Jesú Krists og útvaldra engla að þú gætir þessa fylgislaust og gjörir ekkert af meðhaldi.
22Vertú ekki fljótur að leggja hendur yfir nokkurn. Taktú ekki heldur þátt í annarra syndum. Geym þig sjálfan óflekkaðan.23Drekk ekki framar vatn heldur neyt lítils víns vegna maga þíns og þíns jafnaðarlega heilsubrests.24Sumra manna syndir eru svo berar að þær fordæmast fyrirfram, aðrar þekkjast eftir á.25Sömuleiðis lýsa sum góðverk sér strax en þau sem ekki eru þannig geta ekki heldur dulist.

V. 1. Sbr. 3 Mós.b. 19,32. sbr. 2 Tess. 3,15. V. 4. Matt. 15,4. V. 5. Lúk. 2,37. V. 8. Tít. 1,16. V. 9. sbr. v. 14 við Mark. 10,12. Matt. 19,7 og 5 Mós.b. 24,3.4. V. 10. Það er sýnt þénustusemi. 1 Mós.b. 18,4. 19,2. V. 13. Orðskv.b. 7,11. Tít. 2,3. V. 14. 1 Kor. 7,9. Tít. 2,8. V. 15. Nefnilega kristni, með því þær hafa gifst heiðnum mönnum. Ef. 2,2. V. 16. sbr. v. 8. V. 18. 5 Mós.b. 25,4. 5 Mós.b. 24,14. Matt. 10,10. 1 Kor. 9,9–14. V. 19. 5 Mós.b. 17,6. 19,15. V. 20. sbr. Matt. 18,17. Ef. 5,11. 5 Mós.b. 17,13. 19,20. V. 22. Post.g.b. 6,6. 8,17. 13,3. 19,6. 2 Tím. 1,6. V. 24. samanb. v. 22. Gal. 5,19. V. 25. Matt. 10,26.