Einstök sannmæli.

1Hvör sem elskar aga, sá elskar þekkingu; en hvör sem hatar umvöndun, verður heimskur.2Sá góði fær velþóknan af Drottni; en Drottinn straffar þann mann, sem brúkar hrekki.3Maðurinn stendur ei fastur fyrir óguðlegleikann; en réttlátra rót bifast ekki.4Væn kona er síns manns kóróna, en slæm kona er rotnan í hans beinum.5Hugsanir réttlátra eru rétturinn, en óguðlegra ráð eru svik.6Tal hinna óguðlegu er að umsitja blóð, en munnur hreinskilinna bjargar.7Þeir óguðlegu kollkastast, svo þeir eru ei framar til, en hús hinna réttlátu stendur stöðugt.8Manninum verður hrósað eftir hans hyggilega tali; en sá sem er í hjarta sínu rangsnúinn, verður fyrirlitinn.9Lítilmótlegur maður, sem er sinn eigin þénari, hann er betri en sá, sem lætur mikið yfir sér, og vantar brauð.10Sá réttláti þekkir sinni sinnar skepnu, en miskunnsemi hinna óguðlegu er grimm.11Sá sem yrkir sitt sitt land, mettast af brauði, en sá sem fer í flokk með iðjuleysingjum, er óframsýnn.12Löngun hinna óguðlegu sækist eftir því illa; en rót hinna réttlátu gefur (ávöxt).13Varanna vonska er slæm snara, en sá réttláti sleppur úr neyðinni.14Af ávexti síns munns mettast maðurinn með gæðum, og hans handaverk hverfa til hans aftur.15Dáranum þykir sinn vegur beinn, en sá er vitur sem hlýðir á góð ráð.16Sá heimski kunngjörir sína bræði samdægurs; en sá er framsýnn, sem dylur vanvirðuna.17Sá sem kunngjörir sannleika, kunngjörir það sem er rétt, en falsvitnið kunngjörir svik.18Sá sem talar hugsunarlaust, hann er eins og beitt sverð; en tunga hinna vísu er lækning.19Sannsögull munnur verður ætíð fastur, en fölsk tunga ekki nema eitt augnablik.20Svik eru í þeirra hjarta sem uppspenna tvídrægni; en hjá þeim sem ráða til friðar, er gleði.21Sá réttláti skal enga ólukku reyna; en þeir óguðlegu hlaðast ólukku.22Lygavarir eru Drottni andstyggð; en þeir sem sannleik iðka, eru honum velþóknan.23Hygginn maður dylur sína þekkingu; en dáranna hjarta úthrópar sína heimsku.24Iðjusöm hönd mun drottna; en sú lingerða verður skattskyld.
25Hjartasorg mannsins niðurbeygir hann, en vingjarnlegt orð gleður hann.26Réttvís maður vísar veg sínum náunga, en vegur óguðlegra leiðir þá sjálfa í villu.27Sú lina hönd steikir ekki sína villibráð; mannsins dýrasti auður er iðni.28Á réttlætisins götu er lífið, og á lögðum vegi er enginn dauði.